Umhverfisvernd - hvað er það

Umhverfisvernd er mikið notað orð á Íslandi nú um stundir. En hvað felst í því orði, er það afturhvarf til gamals tíma þegar aðeins mannshöndin og bitlítill torfljár sáu um að gera smá túnskika svo fóðra mætti fáeinar rollur og eina kú heimilisfólki til lífsviðurværis. Ef ekki má hreyfa við landinu til að byggja á því atvinnuskapandi fyrirtæki, höfum við þá leyfi til að gera ný tún í sveitinni, byggja sumarhúsahverfi og nýja byggðakjarna. Skiptir það kannski mestu máli hvort til verða peningar við jarðrask eða ekki. Fyrir nokkrum árum fór ég að Blönduvirkjun og sá mannvirkin þar. Mér fannst þau til prýði og allt var snyrtilega frágengið og fallegt. Til að komast til fjalla að virkjuninni fór ég um sveitir og þar blöstu við sveitabæirnir hver af öðrum. Þar höfðu i sumum tilfellum verið framin umtalsverð umhverfisspjöll. Draslið blasti við um allt, gamlar vélar, bílaflök, aflögð gripahús að hruni komin, girðingar í alla vegana ástandi, for og drasl við útihús og svona mætti lengi telja. Bændurnir hafa að vísu verið skráðir eigendur fyrir viðkomandi jörðum. Og svo er búskaparhokur til sveit ævaforn kúnst á Íslandi. Ég get bara ekki sætt mig við að fólk geti í skjóli eignaréttar og fornra hefða, gengið um eins og það sé eitt í heiminum og engum komi við hvort það safnar drasli eða ekki. Margir bændur ganga vel um og það skal ekki frá þeim tekið, en hinir eru ennþá alltof margir sem enn lifa í einangruðum hugarheimi og skeyta lítt um umhverfisvernd í eigin nær umhverfi. Það eru kannski sömu aðilarnir sem fara svo á límingunum þegar annarskonar atvinnustarfsemi vill hasla sér völl í sveitinni þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, ég held að það þýði ekkert að tala um umhverfisvernd ef hver og einn lítur ekki í eigin barm og gerir sitt í sínu umhverfi.

Ég sá konu á Hvolsvelli í Út og Suður sem kom með fínan punkt í málið. Umhverfismál eru mál sem hvert mannsbarn á að geta skilið, en ekki bara eitthvert umræðuefni í lokuðum herbergjum háskólastofnana.! 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband