Það sem fólkið vill??

Ágúst Einarsson skólastjóri Háskólans á Bifröst telur að leggja eigi niður Byggðastofnun og láta af þeirri byggðastefnu sem ríkisstjórnir á Íslandi hafa rekið undanfarna áratugi. Meirihluti þjóðarinnar býr á suðvesturhorninu og stjórnvöld eiga að hlusta á það sem fólkið vill. Borgríkið er staðreynd segir Ágúst. Byggðastofnun hefur líka verið eins og tómt vatnsglas í eyðimörk undanfarin ár. Á þeim forsendum er ég sammála Ágústi, en ég tel að koma verði á málinu á nýjan hátt.

Verðgildi hluta er viðhorf sem sannast best á því að nú eru jarðir um allt land allt í einu orðnar mjög háar í verði og sá sem keypti sér skika fyrir einhverjum árum á nokkrar krónur, getur ná allt í einu fengið fúlgur fjár fyrir sama blettinn án þess að hafa lagt nokkuð í að gera hann verðmætari. Fasteignir í þorpum og bæjum eru hins vegar afar lágt metnar og láshæfi þeirra mjög rýrt. Við sem erum að koma upp atvinnurekstri út á landi eigum í erfiðleikum með lánsfé þar sem veðin okkar eru ekki tekin gild og það er ekki talið fýsilegt að lána út á rekstur utan höfuðborgarsvæðisins. Okkur vantar aðgang að lánsfé sem tekur tillit til aðstæðna. Á austfjörðum hefur farið fram stórfelld uppbygging þar sem stórfyrirtæki fær orkuna á bestu kjörum sem gerir fjárfestingu mun áhugaverðari en ella. Þar er að skapast stórkostlegt tækifæri til uppbyggingar á atvinnulífi sem gerir það að verkum að önnur starfsemi á svæðinu blómstrar. Menntun, menning og mannlíf er á brunandi siglingu og lífskjörin eru örugg og jöfn. Á svæðum eins og í norðvesturkjördæmi þarf að koma til einhver innspýting sem munar um. Ég er ekki að biðja um álver eða stóriðju, þó ég sé ekki á móti slíku, heldur þolinmótt lánsfé þar sem afborganir hefjast ekki fyrr en eftir ca 3 til 5 ár. Fylgst væri með rekstri fyrirtækjanna og gripið inní með ráðgjöf eða beinum stjórnunaraðgerðum ef virkilega væri þörf á. Rekstraráætlanir sýndu hve langur tími væri þar til fyrirtæki skilaði hagnaði og greiðslubyrgði hagað samkvæmt því. Styrkveitingar í formi markaðssetningar væru umtalsverðir og þá er verið að tala um peninga sem skipta máli. Ekki að sletta nokkrum hundraðþúsundköllum í atvinnurekendur til að friða samvisku stjórnmálamanna eins og gert hefur verið undanfarin ár. Eða vaxtarsamningum uppá eina kjallaraíbúð á ári fyrir stórt landsvæði. Slíkt verkar eins og lítill plástur á kviðarholsskurð, í stað þess að sauma saman. Eða ein kexkaka handa hungraðri fjölskyldu.

Við vitum að fiskiðnaðurinn er á undanhaldi og æ færri vilja starfa við hann þó störf séu í boði. Landbúnaður hefur að sumu leyti tekið miklum breytinguna, en meðan sölukerfið og innflutningshöftin eru við lýði þá mun viss hluti hans hjakka í sama farinu. Ég hlýddi á umræður fyrir skömmu um kjötgæði og mér eru minnisstæð orð ein ungs bónda. "Því skyldum við hugsa um þessa hluti, við fáum ekkert meira fyrir kjötið með því móti" Svo mörg voru þau orð.

Við þurfum ný vinnubrögð og fyrst og fremst nýtt viðhorf til uppbyggingar atvinnulífs á köldum hagvaxtarsvæðum. Þar verður að koma myndarlega inn og styðja við þá sem áhuga hafa á að byggja upp atvinnulíf á nýjum forsendum og styrkja þau fyrirtæki sem talist geta lífvænleg. Það er búið að moka allt of miklum peningum í draumóra í fiskverkun og útgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég las þessa umfjöllun um Byggðastofnun, þar kom hver "frjálshyggjupostulinn" af öðrum fram og lýsti því yfir hvað Byggðastofnun væri vond stofnun og að það ætti að leggja hana niður.  En því miður komu þeir ekki með rök máli sínu til stuðnings.  Mér til mikilla vonbrigða tók Ágúst Einarsson undir þetta og ekki kom hann heldur með nein haldbær rök, máli sínu til stuðnings.  Eins og þú segir réttilega í grein þinni, þá eru fasteignir í þorpum og bæjum verðlitlar og lánshæfi þeirra er afar rýrt svo ekki verði fastar að orði kveðið.  Þetta hefur orðið til þess að viðskiptabankarnir lána ekki til fyrirtækja úti á landi þar sem á að notast við veð í fasteignum á svæðinu en það gerir Byggðastofnun aftur á móti og nú eftir að Byggðastofnun var gert kleift að starfa á ný samkvæmt lögum.  En hins vegar er það svo önnur saga að það þarf að taka til í rekstri Byggðastofnunar og gera reksturinn hagkvæmari.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband