Dúsa sett í Byggðastofnun

Ég varð fyrir vonbrigðum með þá fjármuni sem settir voru inn í Byggðastofnun nú við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Skuldajöfnun hefur trúlega markast af stöðu mála og ekkert nema gott um það að segja. Framlag ríkisins, heilar 200 milljónir til tveggja ára er smánarlega rýrt á sama tíma og fjármagnsskatturin flæðir í ríkissjóð í milljarðavís. Á þessi fjárhæð að koma til bjargar þeim hlutum landsins þar sem neikvæður hagvöxtur hefur verið um árabil. Nú er af miklum "stórhug" skorin örlítil sneið af þjóðarkökunni, sneiðin mulin smátt niður og henni dreift yfir þessa landshluta. Auðvitað verða svo herlegheitin tíunduð rækilega í fjölmiðlum.

Nei takk og nú er kominn tími til aðgerða sem skipta máli. Okkur vantar digran sjóðmeð þolinmóðum peningum til að lána í nýja og öfluga uppbyggingu. Það á ekki að klastra við gamla kofa sem hvorki halda vatni né vindi, heldur byggja nýja og öfluga atvinnustarfsemi við hlið þeirrar sem ennþá lifir. Gefa frumkvöðlum alvöru tækifæri og setja reglur sem heimila styrki til nýrra fyrirtækja í ákveðin tíma þó samkeppnisaðilar finnist kannski á öðru landshorni. Það er enginað tala um að styrkja 3 hótel á Hólmavík eða 6 golfvelli á Sauðárkróki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í gær tilkynnti iðnaðarráðherra, það sem hluta af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, að það ætti að aflétt 1.200 milljón króna skuld af Byggðastofnun, auk þess ætti að leggja 200 milljónir til nýsköpunarverkefna á tveimur árum.  Og til þess að kóróna dæmið var Nýsköpunarmiðstöð opnuð á Ísafirði í gær og var talað um það sem hluta af þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Er virkilega ætlast til þess að landmenn gleypi þetta hrátt?  Fyrir það fyrsta þá er ríkisstjórnin bara að framfylgja lögum um Byggðastofnun og gera henni kleyft að starfa samkvæmt því hlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum, en eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var orðið það lágt að stofnuninni gat ekki lengur sinnt því hlutverki sem henni er ætlað skv. lögum.  Þessi ráðstöfun gerir Byggðastofnun kleift að sinna því hlutverki sem henni er ætlað.  Auk þess kom fram hjá stjórnarformanni Byggðastofnunar, að stofnunin aðhefst ekkert fyrr en viðskiptabanki fyrirtækisins, sem á í erfiðleikum, "treystir" sér ekki lengur til að aðstoða viðkomandi fyrirtæki.  Nýsköpunarsjóður starfar samkvæmt lögum, sem voru sett um hann á Alþingi  síðastliðinn vetur, þegar Iðntæknistofnun og RB sameinuðust.  Þarna  er saga "mótvægisaðgerðanna" komin.

Tilkynningin um niðurskurðinn á afla næsta fiskveiðiárs kom 06.07.07 en ennþá hefur ekkert bitastætt komið frá stjórnvöldum um það hvernig eigi að bregðast við núna tæpum mánuði eftir að var tilkynnt um þennan mikla niðurskurð.  Ég hef skrifað um það hérna áður á blogginu að ég held að það verði engar svokallaðar "mótvægisaðgerðir" ég hef ekki séð neitt hingað til sem bendir til að þær verði nokkrar og þangað til breytist skoðun mín ekki.

Jóhann Elíasson, 3.8.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband