Samúðarkveðjur

Ég átti erindi við Glitnir í gegnum síma í gær sem ekki eru neinar fréttir. Ég kynnti mig og bar upp erindið og vottaði síðan starfmönnum fyrirtækisins samúð mína vegna harmleiks helgarinnar þar sem starfsmaður Glitnis er annar hinna látnu. Símastúlkan þakkaði mér óskaplega vel fyrir og sagði starfsmenn mjög slegna sem von er. En svo sagði hún eitt sem vakti mikla furðu. " Þú ert sú fyrsta sem vottar okkur samúð af þeim sem ég hef talað við síðan um helgi". Hún vinnur við að svara í síma og talar því við marga á dag. Er það ekki sjálfsögð kurteisi að votta samúð þegar við hittum eða ræðum við fólk sem tengist fráfalli á einhvern hátt. Ættingja, vini og vinnufélaga. Það er gert án þess að fara inna einkalíf þess sem í hlut á, en getur veitt ómetanlegan stuðning.

Þegar miklir sorgaratburðir eiga sér stað í samfélaginu, erum við venjulega dugleg að sína samhug. Kannski er ekki sama hvað það er sem gerist?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband