Evrópusambandið já takk

Mikið er ég sammála Björgvini G Sigurðssyni viðskiptaráðherra þegar hann segir að besta leiðin til á lækka vexti og matarverð sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Í rauninni finnst mér þetta svo augljóst að ekki þurfi að  flytja langar ræður til að samfæra fólk um ágæti þess. Umráð okkar yfir fiskimiðunum eru helstu rök andstæðinga inngöngu. Auðvitað þarf að  skoða kosti þess og galla að ganga í bandalagið. Varðandi fiskimiðin höfum við ráðið þeim ein og sjálf frá því landhelgin var færð út. Hefur íslenska þjóðin yfirráð yfir miðunum? Nei því miður er það ekki svo, það eru stórskipaeigendur í LÍÚ sem þar ráða ferðinni og hafa gert síðan kvótakerfinu var komið á. Stórútgerðarmenn sáu sér leika á borði þegar farið var að tala um fiskveiðistjórnun og sáu til þess að kerfið yrði klæðskerasaumað að þeirra þörfum. Þeir hafa náð æ sterkari tökum á stjórnvöldum með hverju árinu og nú var rétti tíminn til að láta kné fylgja kviði og koma kvótalausum útgerðum og smábátunum af miðunum. Vorralli Hafró var veifað framan í þjóðina sem tilvonandi dánarvottorði þorsksins. Ef þorskstofninn er í þessari hættu er þá ekki rökrétt að takmarka veiðar nótveiðiskipa og auka krókaveiðar. Verður fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins lakari eð hvernig er hún yfir höfuð. Á hverju byggist hún og í hverju er hún frábrugðin okkar stefnu. Mér finnst nauðsynlegt að fá haldgóðar upplýsingar um fiskveiðistefnu bandalagsins hvað í henni felst fleira en að ákvarðanir séu eknar í Brussel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér svo hjartanlega sammála.  Formlega ráðum við yfir fiskimiðunum, en það er svo í reynd að það er fámenn"klíka" sem fer með yfirráðin.  Að mínum dómi eigum við að ganga í ESB og taka upp EVRUNA.  Ef við tökum upp EVRUNA losnum við undan hávaxtastefnu Seðlabankans (losnum við Seðlabankann yfirhöfuð) og bankastjórar og aðrir blýantsnagarar í því húsi þurfa að fara að vinna.  Þau rök Evrópusambandsandstæðinga, að með aðild misstum við forræði yfir fiskimiðunum, hvaða forræði?  Við höfum ekki haft þetta forræði í rúma tvo áratugi og persónulega er mér nokkuð sama hvort eigandi "kvótans" heitir Þorsteinn Már Baldvinsson eða John Smith.

Jóhann Elíasson, 27.7.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband