21.7.2007 | 18:29
Utanríkisráðherrann okkar í Ísralel og Paletstínu
Það er ljóst á fréttaflutningi af ferð Ingibjargar Sólrúnar um átakasvæðin fyrir botni Miðjarðarhafs að konur hugsa öðruvísi en karlar. Hún tekur ekki afstöðu með öðrum aðilanum heldur lítur á manneskjur í vanda, hvorumegin landamæranna sem er. Það að hún skyldi heimsækja konu sem fékk eldflaug á húsið sitt. Þessi kona á heima í Ísrael og þá hugsar Ögmundur Jónasson með sér, hún Ingibjörg stendur með Bandaríkjamönnum fyrst hún gerir þetta. Svo er Ingibjörg að tala um sættir og það finnst sumum hér heima einkennilegt. Hvernig á svona lítil þjóð eins og við að hafa áhrif. Þar er verið að tala um alla spottana sem kippt er í út og suður. Er það sáttaleið eða getur aðili sem er innviklaður í átökin verið sáttasemjari. Það eina sem er hefðbundið við stríð er að það eru að mestu karlmenn sem heyja þau. Tilefnið er oftast trúarbrögð og peningar, ástæðan valdagræðgi vegna hvorutveggja.
Þó svo að við íslendingar séum ekki lausir við þá bresti sem oftast leiða til stríðs, þá erum við ekki með her, ekki í beinum átökum og ekki innviklaður í valdablokkirnar með þeim hætti sem mörg önnur ríki eru. Þess vegna eru meiri líkur til að deiluaðilar treysti okkur til hlutleysis og áliti okkur trúverðugri til að miðla málum en ýmsa aðra. Utanríkisráðherra frá hlutlausu ríki sem það að auki er kona með afar þroskaða stjórnmálavitund, hlýtur því að vera góður kostur til að stýra friðarviðræðum. Við getum verið stolt af þessum orðum Ingibjargar og ættum öll að flykkjast að baki henni, í stað þess að gera hana tortryggilega með vanhugsuðum dylgjum.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.