14.7.2007 | 22:59
Hvaðan koma peningarnir???
Þarna kom það, þar er veitt þjónusta. Þjónusta, peningar, ál, fiskur og margt margt fleira er " VARA Á MARKAÐI". Vara er eitthvað sem er keypt og selt, við getum ekki alltaf þreifað á vöru og við þurfum ekki endilega að geta borðað hana eða klætt okkur í hana. Vara er eitthvað sem við notum í okkar daglega lífi, ekki endilega nauðsynjar enda er orðið nauðsynjar afar teygjanlegt. Orð eins og verðmætasköpun og velta er mikið notuð í daglegu tali, en það er örugglega mismunandi hvernig við skiljum þessi orð. Ég starfa við verkalýðsmál og tel að ég sé að skapa verðmæti. Það eru verðmæti fólgin í kjarabótum til verðafólks, í því að veita launþegum meira öryggi með bakstuðningi á vinnumarkaði, með þjónustu á mörgum sviðum o. s frv. Ég var fyrir nokkrum árum gagntekin að þeirri hugsun að það væri fyrst og fremst framleiðslugreinarnar sem sköpuðu tekjur fyrir þjóðarbúið, byggju til peningana eins og það er kallað og það hefur trúlega einhvertíma verið þannig, en nú eru svo margar nýjar atvinnugreinar komnar til sögunnar sem skapa einnig tekjur inn í landið og milli aðila innanlands. Ég tel það nokkuð ljóst að við erum ósammála í grundvallaratriðum um þessa skilgreiningu og þá er það bara þannig.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.