Nýjar tekjulindir

Það er nú einmitt þannig að mikið af tekjum verður til í bönkunum, þá er ég að meina gjaldeyristekjur. Viðskipti með peninga er leiga á vöru - fjármagni. Verðbréfaviðskipti eru líka stunduð í ábataskyni og "kaldhæðnin" þín ágæti Jóhann er bara gömul hugsun síðan bankarnir voru í eigu ríkisins og stunduðu ekki viðskipti erlendis. Þeir sem ríkasti eru hér á landi er fólk sem verslar með peninga og hefur tekjur sínar af ávöxtun verðbréfa, svo það væri kannski besta hjálpin til þess fólks sem er að missa vinnu vegna kvótaskerðingar að hver fjölskylda fengi ákveðna upphæð sem henni væri skylt að ávaxta í tiltekinn tíma á markaði.

Ferðamenn sem koma til Íslands þurfa að greiða töluverða upphæð í gistingu og bílaleigu og þykir mörgum nóg um. En er það ekki hreinn lúxus að koma hingað og skoða þetta framandi land sem er svo ólíkt mörgu öðru í heiminum. Við skulum ekki fara að hafa fjárhagsáhyggjur fyrir þeirra hönd, heldur leggja okkur sérstaklega fram í að veita þeim góða þjónustu, persónulegt og gott viðmót.

Þar er mikið verk óunnið við að mennta starfsmenn í ferðaþjónustu og því líkur aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tekjur verða ekki til í bönkunum.  Uppruni teknanna er ekki í bönkunum, heldur verða þessar tekjur til vegna þeirrar þjónustu sem bankarnir veita.  Á þessu er grundvallarmunur, það þarf að halda til haga hvar uppruni fjármagns er.  Bankarnir eru eins og ferðamannaiðnaðurinn þar er veitt þjónusta.

Jóhann Elíasson, 14.7.2007 kl. 16:17

2 identicon

Þarna kom það, þar er veitt þjónusta. Þjónusta, peningar, ál, fiskur og margt margt fleira er " VARA Á MARKAÐI". Vara er eitthvað sem er keypt og selt, við getum ekki alltaf þreifað á vöru og við þurfum ekki endilega að geta borðað hana eða klætt okkur í hana. Vara er eitthvað sem við notum í okkar daglega lífi, ekki endilega nauðsynjar enda er orðið nauðsynjar afar teygjanlegt. Orð eins og verðmætasköpun og velta er mikið notuð í daglegu tali, en það er örugglega mismunandi hvernig við skiljum þessi orð. Ég starfa við verkalýðsmál og tel að ég sé að skapa verðmæti. Það eru verðmæti fólgin í kjarabótum til verðafólks, í því að veita launþegum meira öryggi með bakstuðningi á vinnumarkaði, með þjónustu á mörgum sviðum o. s frv.

Ég var fyrir nokkrum árum gagntekin að þeirri hugsun að það væri fyrst og fremst framleiðslugreinarnar sem sköpuðu tekjur fyrir þjóðarbúið, byggju til peningana eins og það er kallað og það hefur trúlega einhvertíma verið þannig, en nú eru svo margar nýjar atvinnugreinar komnar til sögunnar sem skapa einnig tekjur inn í landið og milli aðila innanlands.

Ég tel það nokkuð ljóst að við erum ósammála í grundvallaratriðum um þessa skilgreiningu og þá er það bara þannig.

Fríða (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband