13.7.2007 | 22:28
Færum okkur til nútímans.
Það er alveg ljóst að gömul hugsun gerir meiri skaða enn margan grunar. Til eru milljónir dæma því hvernig slíkir fordómar hafa gegnum tíðin valdi ómældu tjóni og slíkt gerist á hverjum degi um allan heim. Við getum tekið viðskiptahöft, ofstjórnun, spilling, trúarofsóknir o.fl.
Og gamla hugsunin er víða hjá okkur sjálfum, eins og þetta með útiborðin á veitingastöðum á góðviðrisdögum, löngu úrelta landbúnaðarstefnu, launamun kynjanna, stöðug mótmæli í skipulagsmálum og svona mætti lengi telja. Ég þekki sjálf mín gömlu hugsun sem bankar uppá þegar minnst varir. Eins og þegar gerð Hvalfjarðarganga stóð yfir. Ég ætlaði sko ekki að að fara þágu, ónei. En hvað gerðist svo, auðvitað fór ég göngin strax eftir opnun og hef gert æ síðan. Í dag er ég mjög ánægð fyrir þessa miklu samgöngubót og VEIT að þeir sem fá á næstu árum miklar samgöngubætur, verða líka ánægðir og sjá sínum hag betur borgið.
Að mennta fólk er eilífðarverkefni og hvort það er til að selja verðbréf eða veita aðra þjónustu, þá er þjónustustörfum að fjölga í heiminum í dag og svo verður áfram. Það er gömul hugsun að tala með lítilsvirðingu um nýjar leiðir í atvinnumálum. Við skulum fagna öllu framtaki og öllu sem er til hagræðis fyrir íbúana.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér þarna. Ég er ekki viss en ég er svolítið hræddur um að þú hafir misskilið mig, ég var ekki að setja út á verðbréfaviðskipti, heldur átti ég við að margir af ráðamönnum okkar virðast ekki hafa neina tengingu við raunveruleikann því það er eins og þeir haldi að útflutningstekjur landsins verði til í bönkunum og öðrum fjármálastofnunum. Ég var að vona að þú sæir kaldhæðnina í þessari færslu.
Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.