Mótvægisaðgerðir til langs og skamms tíma.

Það er nú einu sinni svo að mótvægisaðgerðir í svona stöðu koma ekki eins og að smella fingri. Sennilega væri flutningur starfa frá Höfuðborgarsvæðinu það fljótlegasta. Við erum að ganga í gegnum breytingar á vinnumarkaði í mörgum sjávarplássum í dag og það er bara partur af þróun sem ekki verður stöðvuð. Væntanlega eru á þessum stöðum starfandi fyrirtæki á öðrum greinum  sem hægt er að efla. Ég sá á dögunum viðtal við Sveinbjörn Jónsson vestfirðing sem hefur undanfarin ár verið að þróa pokabeitu og segir að sitt fyrirtæki hafi ekki notið mikils stuðnings. Það er örugglega um fleiri slík dæmi að ræða sem vert er að skoða og unnt er að skapa fleiri störf með skömmum fyrirvara. Ef fólkið á stöðunum veit að það er verið að gera eitthvað raunhæft það verður það bjartsýnna og rólegra um sinn hag. Nýjar kennitölur í útgerð og fiskvinnslu bjarga ekki á þessari stundu. Við þurfum nýja hugsun í hafrannsóknir, nýja hugsun í uppbyggingu atvinnu og að fleira sé vinna en að tína orma og rusl úr þorski og rækju, nýja hugsun í uppbyggingu menntunar eina og að bjóða fólki á þessum svæðum að setjast á skólabekk með öflugum stuðningi. Við þurfum að átta okkur á því að þjónustustörf eru líka vinna, að það sé ekki nauðsynlegt að koma bullsveittur úr vinnunni. Ég gæti haldið lengi áfram í þessum dúr, en ætla að stoppa núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vil benda þér á færslu um þessar "mótvægisaðgerðir" á bloggsíðu minni.  Að mörgu leyti erum við sammála vissulega er skoðanamunur en að mínu mati væri annað ekki nógu og gott. Skoðanir geta aldrei verið alveg þær sömu.

Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband