12.7.2007 | 22:47
Mótvægisaðgerðir
Nú er ríkistjórnin að koma fram með mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingarinnar og er fyrsta versið að flýta samgöngubótum. Þar finnst mér vera tekið myndarlega á málum og brugðist hratt við. Ráðherra talað fyrir þessum breytingum með skýrum og skörulegum hætti og það var uppörvun í máli hans.
Nú er beðið næstu tilkynninga og ég vænti þess að áfram verði haldið á þeirri braut að taka myndarlega á og koma þeim landsvæðum sem verið hafa með neikvæðan hagvöxt uppundir núllið. Það væri mjög stórt skref í rétta átt og eru þar margar leiðir til sem hægt er að fara. Bætt fjarskipti eru gríðarlega aðkallandi. Aukin námsúrræði, flutningur stofnana, vaxtarsamningar með verulega auknu fjármagni þar sem einnig væri slakað á mótframlögum heimaaðila.
Frekari stuðningur við nýsköpun þar sem komið er að verkefnum með auknum sveigjanleika miðað við það sem nú er. Hlutverk Byggðastofnunar endurskoðað og opnað fyrir meiri sveigjanleika þar á bæ.
Á svæðum þar sem átvinnutengd áföll ríða yfir þarf að koma meira inn með jákvæð sjálfstyrkingarverkefni til að auka fólki tiltrú að sig sjálft og umhverfi sitt. Huga þarf sérstaklega að því fólki sem er andlit samfélaganna út á við í fjölmiðlum og víðar. Það fólk verður að gæta sín vel á hvernig það lýsir ástandinu.
Ef uppgjafartónn er í því fólki þá smitar það mjög sterkt út frá sér. Það er hægt að tala um atburði á svo marga vegu. Hugarástand í samfélögum skiptir sköpum og getur ráðið úrslitum um hvernig spilast úr
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er ég nú alveg sammála þér þarna. Svokölluðum mótvægisaðgerðum er hægt að skipta í tvo flokka: 1. Skammtímaaðgerðir 2. Langtímaaðgerðir
Skammtímaaðgerðirnar (þ.e.a.s aðgerðir sem koma strax til framkvæmda) hafa eiginlega gleymst, nema það á að fella niður veiðileyfagjaldið fyrir LÍÚ. Þetta er eina aðgerðin sem kemur strax til framkvæmda og sú sem er alveg skýr.
Langtímaaðgerðirnar (aðgerðir sem taka lengri tíma ár eða meira) Þessar aðgerðir eru nokkrar en hæst ber auðvitað samgöngubætur. En hvað gagnast fólki samgöngubætur 2010 eða seinna, þeim sem á í erfiðleikum 2007?
Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.