10.7.2007 | 12:16
Stillum strengina saman. NÚ ER NÓG KOMIÐ
Mörg sjónarmið eru á dagskrá núna í fiskveiðistjórnun. Mörg þeirra eiga það sammerkt að telja ákvörðun Hafró og stjórnvalda í kvótaúthlutun ranga og byggða á einsleitun forsendum. Ekki er ætlunin að fara út í einstaka þætti í þessum skoðanaskiptum, en benda á þá einföldu staðreynd sem við erum flest öll sammála um og það er að auka hafrannsóknir, færa þær undir Umhverfisráðu-neytið og kalla fleiri vísindamenn/stofnanir á rannsóknarvinnunni. Hafrannsóknir við Ísland eiga að vera óháðar hagsmunaaðilum. Eiga að vera það fjölþættar að allar tegundir veiðarfæra séu ekki settar undir einn hatt. Eiga að vera það sjálfstæðar að unnt sé að gefa ráð óháð hagsmunum einstakra útgerðarforma. Eiga að hafa burði til að meta hin raunverulegu umhverfisáhrif einstakar veiðiaðferða og kjark til að gefa ráð sem eru óþægileg fyrir þá stóru jafnt og þá litlu.
Ég skora á okkur öll sem viljum breytingar að ganga fram fylltu liði, safna undirskriftum á netinu undir gagnorða, einbeitta, en kurteisa áskorun þess efnis að stokka upp í þessum spilastokk.
Ég er flokksbundin í Samfylkingunni og því stjórnarsinni, en það breytir ekki þeirri skoðun minni að NÚ ER NÓG KOMIÐ
Um bloggið
43 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.