Hefur "Hafró" eitthvað að fela

Það var býsna fróðlegt að hlusta á Kristinn H. lesa uppúr skýrslum frá Hafró í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í hádeginu ái dag. Það eru sem sagt ekki allar niðurstöðurnar sem styðja þessa ákvörðum þeirra að leggja til 130 þúsundir tonna afla. En það eru einmitt niðurstöður úr togararallinu sem eru notaðar sem rök í máli Hafró. Hverjir eru það sem njóta góðs af þessum niðurstöðum, það skyldu þó ekki vera stóru útgerðirnar sem eru búnar að safna kvóta undanfarin ár í skjóli kerfisins. Nú á að ganga á milli bols og höfuðs á kvótalitlum og kvótalausum útgerðaraðilum. Kvótaleiga verður svo svimandi dýr að þessar útgerðir geta ekki meir. Kvótaskerðing lítilla útgerðaraðila skerðir líka verulega veðin og hvað gerist þá. Jú bankarnir krefjast greiðslna vegna lána sem ekki eru veð fyrir. Boltinn rúllar og fyrirtækin með. Þarna er verið að fremja viðskiptalegt ofbeldi í skjóli laga sem skipulega hafa verið misnotuð og brotin þvers og kruss árum saman. Krafan um að fleiri kom að hafrannsóknum við Ísland er orðin svo hávær að það verður að bregðast við. Þjóðin verður að gangna fram fyrir skjöldu og krefjast þess að hafrannsóknir við Ísland verði færðar frá sjávarútvegsráðuneyti og til umhverfisráðuneytis. Kalla verður til fleiri aðila, hlusta á fleiri sjónarmið og vinna að málinu á faglegan hátt svo sem allra flestir vísindamenn geti lagt sitt álit á vogarskálarnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sammála hverju orði.  Greinin er frábær.  Eins og ég kem á í nýjasta "blogginu" mínu, þá eru einu gögnin, sem ráðgjöf HAFRÓ er byggð á, frá togararallinu, sem er búið að stunda ÓBREYTT í meira en tuttugu ár og má segja að þessi gögn séu í meira lagi vafasömsvo ekki sé nú meira sagt. Grímur Atlason ,bæjarstjóri í Bolungarvík,  gekk það langt að spyrja að því hvort þessi kvótaskerðing "væri ekki bara vel undirbúið plott" og nefndi sem dæmi Kamb á Flateyri, en það lá alveg heil ósköp á að selja kvótann þar, áður en veiðiráðgjöf HAFRÓ var kynnt opinberlega, þegar ákvörðun um kvóta næsta fiskveiðiárs var kynnt "rýrnaði" þessi sami kvóti um 130 milljónir, það munar um minna.

Jóhann Elíasson, 10.7.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

93 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband