7.2.2012 | 20:47
Skuldaklafi er mjög heilsuspillandi !!!
Ég hef ekki vantreyst kunnáttu Vilhjálms Þorsteinssonar eða Marinós G Njálssonar til að leysa reikningsdæmi fram að þessu miðað við forsendur sem þeir gefa sér er útkomurnar örugglega réttar.
Þeir eru með gjörólíka sýn á vanda heimilanna og fá þar af leiðandi mjög ólíkar niðurstöður. Ég er sammála Marinó og mörgum fleirum um að leiðrétta verði forsendubrestinn sem varð hjá húsnæðiseigendum eftir Hrunið.
En málið snýst um fleira en að karpa um tölur á blaði það snýst um líf og heilsu fjölda fólks líf eða dauða í sumum tilfellum það snýst um að stórir hópar eru í raun þrælar okurs og slíkt rýrir lífsgæði mjög verulega. Ég þekki þessa hluti á eigin skinni og veit um hvað málið snýs.
Ég varð gjaldþrota 1985 í kjölfar þess að verðtryggingin var sett á gildandi lánasamninga í óðaverðbólgu vorum með rekstu á eigin kennitölu sem ekki þoldi breytinguna með neinum hætti. Algjör forsendubrestur þar og vafalaust á gráu svæði lagalega.
Ég (við) var/vorum í áratugi að greiða niður lán með persónulegum ábyrgðum vina og fjölskyldumeðlima svo þau féllu ekki á ábyrgðarmenninga. Á sama tíma keyptum við til baka (því miður) húsið okkar á verðtryggðum lánum frá Húsnæðisstofnum ríkisins samkvæmt lögum frá 1986.
Skuldafjötrar eru mikið böl og afar heilsuspillandi ég ræddi þessa hluti við Sparisjóðsstjórana sem sátu á móti mér við borðið það var eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir þeirri hlið málsins því miður skildu ekki sálarangistina vissu ekki um kvíðann magabólguna svefnleysið og þar fram eftir götunum.
ÞVÍ SEGI ÉG ÞAÐ VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA FORSENDUBRESTINN ÞÓ ÞAÐ KOSTI ÞAÐ ER SVO RÁNDÝRT AÐ GERA ÞAÐ EKKI.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmfríður, þú veist það vel, að ég hef ekki verið fastur á að einhver ein leið sé farin. Þess vegna settist ég í "sérfærðingahópinn" í hitt eð fyrra. Fyrir mér er þetta viðfangsefni sem þarf að leysa, þannig að sem flestir komi sáttir frá borði. Málið er að hingað til hefur verið reynt að finna lausn á forsendum fjármálafyrirtækjanna, ekki lántakendanna.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2012 kl. 21:48
Hólmfríður, þetta er magnaður pistill hjá þér sem segir allt sem segja þarf.
Þetta snýst um fólk, líf þess og sálarheill.
Og það er ekki hægt að orða kjarnann betur.;
"ÞAÐ VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA FORSENDUBRESTINN – ÞÓ ÞAÐ KOSTI – ÞAÐ ER SVO RÁNDÝRT AÐ GERA ÞAÐ EKKI."
Takk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2012 kl. 22:43
Sæll Marinó - ég hef fylgst það vel með þínum skrifum og veit vel að þú hefur ekki verið með einstefnu um aðferðir þó markmiðin væri skýr - ég biðst afsökunar á að orðalag mitt hvað þig varðar - var óvarlegt.
Ómar - ég má hreinlega ekki til þess hugsa að fólk verði í dag skilið eftir í spennitreyju skulda vegna Hrunsins - það verður að leiðrétta - ekki gera sömu mistökin og þegar verðtrygginuni var skellt á - margir biðu þess aldrei bætur - kirkjugarðarnir geyma aðra sem gáfust upp - þá var svo gríðarleg skömm að verða Glaldþrota.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2012 kl. 23:00
Samt styður þú af fullum þunga stjórnvöld sem eru ekki að gera neitt til að laga þennan forsendubrest.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2012 kl. 23:20
Ég styð Samfylkinguna vegna þess að sá flokkur hefur svo mörg önnur góð mál í sinni stefnuskrá sem ég er eindregið fylgjandi - ber þar hæst stefnan í Evrópumálunum - ég veit að við inngöngu okkar í ESB munu rekstrarforsendur heimila á Íslandi batna og það verulega - sömuleiðis rekstrarforsendur fyrirtækja og stofnana. Ég tel mig ekki eigi samleið með neinu öðru sjórnmálaafli á Íslandi um þessar mundir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2012 kl. 00:44
Hvað sem verður sagt um ofanverðan pistil kemur hann samt frá manneskju sem ófyrirgefanlega og óskiljanlega barðist fyrir nauðunginni ICESAVE yfir þjóðina. Lágt lögðust allir þeir sem það gerðu og ætluðu saklausum almenningi bara svo þeir sjálfir kæmust inn í Evrópusambandið og gætu troðið landinu þangað (ÖNNUR LÖGLEYSA OG GEGN STJÓRNARSKRÁ). Skiptir þar engu máli á hvaða forsendum var barist fyrir ICESAVE þar sem um var að ræða kúgun. Ætla ekki einu sinni að lesa pistilinn þar sem ég tel höfundinn löngu ómarktækan í peningamálum og skuldamálum vegna ICESAVE en var bent á hann.
Elle_, 11.2.2012 kl. 00:21
Já það var sannarlega ömurleg afstaða og ég segi sama Elle, því miður þá gef ég ekki mikið fyrir álit manneskju sem ver allt sem frá Samfylkingunni kemur eins og hún sé með rauð gleraugu. Þetta spillta lið er jafn ömurlegt og sjálfstæðismenn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 01:16
Hví vill annars nokkur maður ganga inn í ríkjasamband sem ætlaði að kúga okkur með ICESAVE???????????????? Og nú kúga þeir Grikki og Íra + + + Sá hinn sami ætti að spyrja sjálfan sig alvarlegra spurninga. Og annarra en að það ´fáist betri kjör´ undir valdi þeirra sem vildu kúga okkur. Hvílík mótsögn.
Elle_, 11.2.2012 kl. 01:38
Afskaplega kjánalegt að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 02:19
Reynsla mín af skuldaklafa fortíðarinna hefur ekkert með ICESAVE málið að gera á nokkurn máta - ef afstaða mín til ESB gerir mig ómarktæka - af hverju að vera að ergja sig með því að lesa skrifin mín.
Elle_E skrifar auk þess undir dulnefni sem gerir - að mínu áiliti - skrif þess aðila ábyrgðarlaus og ómarktæk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2012 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.