Til umhugsunar - stjórnarkjör í verkalýðsfélögum !!!

Skipan/kjör stjórna í verkalýðsfélögum er að mínu áliti eftir afar fornfálegu kerfi - bjóða þarf fram lista yfir alla aðal og varamenn í stjórn - í stað þess að kosið sé um hvert og eitt embætti - engin ákvæði eru um takmörk á því hvað hver og einn stjórnarmaður sitji lengi í embætti.

Ef þú ert einu sinni komin/n í formannstólinn - þá hefur þú hann meðan þér sjálfri/sjálfum þóknast. Slíkt fyrirkomuleg er ekki í samræmi bestu lýðræðislegu vinnubrögð nútímans

Að mínu áliti er mjög nauðsynlegt að endurskoða lög og reglur um skipan/kjör stjórna í verkalýðsfélögum - ásamt því að setja tímamörk á því hvað hver einstaklingur getur gengt hverju embætti lengi. Þessi breyting mundi vafalaust skapa stjórnarmönnum meira aðhald og minnka líkur á því að klíkutengsl myndist milli aðila.

Mér finnst rétt að varpa þessu fram til skoðunar og umhugsunar - við erum núna með Lífeyrissjóðina undir smásjánni - og það er vel:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hólmfríður.

Var einmitt að ræða það sama í pistli áðan.

hér http://gmaria.blog.is/blog/gmaria/#entry-1221469

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2012 kl. 02:27

2 identicon

Í því verkalýðsfélagi sem ég er í geta félagsmenn mætt á alla félagsfundi og aðalfund og boðið sig fram til trúnaðarstarfa, Veit ekki hvernig það er í öðrum félögum. Mér hefur nú virst í gegnum tíðina, og hef ég þó mætt á alla fundi sem boðaðir eru í félaginu, að yfirleitt séu þeir sem mæta færri en fingur annarar handar fyrir utan stjórn náttúrlega.

Ég hef stundum velt því fyrir mér af hvaða orsökum fólk mæti ekki á fundi í sínu félagi eða sínum lífeyrissjóð. Er það vegna þess að það er auðveldara að sitja bara heima og nöldra og rífast á blogginu? Að minsta kosti er dagskrá sjónvarpsins ekki þannig að fólk ætti að taka hana fram yfir fund í sínu félagi.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 09:45

3 identicon

Í flestum félögum er framboð nánast útilokað. Þar sem þú þarft að stilla upp allir stjórn, trúnaðarráði, og jafnvel formenn deilda, ef félagið er deildaskip. Þetta er meginreglan yfir alla verkalýðshreyfinguna. Það hefur oft verið sagt að það væri auðveldara að bjóða sig fram til forseta heldur en að bjóða sig fram innan verkalýðsfélaga. En á þessu eru til einhverja undantekningar. T.d eins og í FIT félagi iðn og tæknigreina þá getur einstaklingur boðið sig fram í einstakt embætti. En það er nú þannig með þessa hreyfingu þá er allt gert til þess að depa niður allt félagslíf og virkri þátttöku félaga. Ég nefni t.d. að heimasíður félaganna eru lokaðar almennum félagsmönnum, og það er aðeins stjórnin eða klíkan í kringum formanninn sem fær að tjá sig á heimasíðum félagana. Raunar er það algengara en ekki að aðeins formaðurinn skrifa á heimasíðurnar og er þá notuð í þá sjálf síns.

Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 19:04

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sem betur fer eru til undantekningar á þessu fyrirkomulagi - hægt er að kanna fyrirkomulag þessara mála með því að fara inn á heimasíður félaganna og skoða lög. Fundarsókn er afar treg og það er miður - en með opnum heimasíðum eins og Sigurður talar um - er örugglega hægt að ná inn meiri virkni. Að mörgu leiti er Verkalýðshreyfingin nokkuð steinrunnin og það er (að mínu áliti) um að kenna hvað nýliðun í forystunni er lítil - sama fólkið með sömu frasana áratugum saman.

Lifandi og opnar heimasíður fyrir félagsmenn er auðvitað alveg sjálfsagður hlutir í nútíma tæknivæddu samfélagi. Tímamörk á setu fólks í stjórnum og nefndum er líka eitthvað sem nauðsynlega þarf að innleiða hjá Verkalýðshreyfingunni - eins og annars staðar í samfélaginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband