Stjórnlagaráð komið á koppinn.

Mitt í öllum fréttunum um húsleitir - handtökur og yfirheyrslur - kemur vonargeisli til okkar. Stjórnlagaráð er orðið að veruleika og byrjar að vinna eftir nokkra daga. Það eru ekki nema rúm 2 ár síðan Njörður P Njarðvík kom í Silfrið til Egils þann 11. janúar 2009 og vakti máls á brýnni þörf fyrir nýja Stjórnarskrá.

Ég sat heilluð - horfði og hlustaði - undirskriftasíða fór í loftið nokkrum dögum síðar -  framhaldið þekkjum við. Þrátt fyrir að Íhaldið gerði ALLT sem í þess valdi stóð til að kæfa málið - er það nú staðreynd að Stjórnlagaráð kemur saman eftir nokkra daga.

 Eiríkur Bergmann tók sætið sitt í Stjórnlagaráðinu í dag með þeim orðum að hann hefði góða vissu fyrir því að niðurstaða Stjórnlagaráðsins færi í þjóðaratkvæði áður en hún verur lögð fyrir Alþingi. Hvílíkur sigur LÝÐRÆÐISINS:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hefur ekki fylgst vel með ! íhaldið á 16 á þingi, það voru 33 sem kærðu sig ekkert um þetta rugl - íhaldið er ekki þessi 70% sem voru ekki með í ógilda "þjóðaratkvæðinu" þó svo þeir séu að verða sterkir, svo einhverjir fleirri hafa þá viljað "kæfa"

"þvílíkur sigur LÝÐRÆÐISINS, ja hérna, þjóðin var bara akkúrat ekkert með í þessu.

Sk (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 06:49

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég fagna því innilega að stjórnlagaráð er komið til starfa. Kjaftæði um að þjóðin var ekki með í þessu er ekki marktækt. Þeir sem kærðu sig um að kjósa gerðu það. Þeir sem sátu heima verða bara að gera það upp við sjálfan sig.

Úrsúla Jünemann, 30.3.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil bara segja við SK að ég hef fylgst mjög vel með þessu máli og gef ekkert fyrir þann talnaleik sem þú ert með. Takk Úrsúla fyrir þitt innlegg sem er bæði sanngjarnt og málefnalegt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.3.2011 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband