29.1.2011 | 02:41
Ný Stjórnarskrá er forgangsmál !
Síðustu dagar hafa farið í að velta því fyrir sér fram og aftur af hverju og hvers vegna Hæstiréttur sá sig knúinn til að ógilda kosningar um Stjórnlagaþingið sem hefjast átti 15. febr. nk. Talað hefur verið um hver á að segja af sér - hvað þetta kostaði - er nauðsynlegt að endurskoða Stjórnarskrána. Margir hafa fengið útrás í að kenna hver öðrum um - tala niðrandi um stjórnmálamenn og þar fram eftir götunum.
Það sem mestu máli skiptir er að okkur íslendinga vantar nýja stjórnarskrá. Um það geta allir verið sammála og ekki í fyrsta sinn sem peningar hafa farið í vinnu við gerð hennar án nokkurs sýnilegs árangurs. Búið var að kjósa til Stjórnlagaþings en tiltekin atriði við framkvæmd kosninganna talin þess eðlis að dæma beri þær ógildar.
Þá er bara að hefja nýja vegferð og vanda sig betur. Landskjörstjórn sagði af sér og forysta stjórnmálafokkanna verið boðuð á fund eftir helgi. Er ekki nær að klára málið og fá nýja Stjórnarskrá, en að vera að eyða orku sinni í að skíta hvert annað út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
326 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.