21.12.2010 | 01:40
Lítil saga af veiðferð sem aldrei var farin.
Árið 2005 vorum við hjónin með ferðabát og buðum m. a. uppá sjóstangaveiðar. Tveir veiðimenn gerðu pöntun, veiðidagurinn rann upp og gera þurfti nýju stangirnar klárar. Ég fór út að erinda og bóndinn settist við eldhúsborðið með stangir, girni og öngla.
Norðan rokið herti með hverri mínútu og þegar ég kom til baka var komið nærri gufurok. Ég kom í eldhúsdyrnar og þá blasti við mér girni út um allt gólf og eiginmaðurinn í miðið. Ég var beðin að yfirgefa svæðið á meðan tekist var á við flækjurnar. Það tók dágóðan tíma en hafðist þó um síðir. Veiðimenn afþökkuðu túrinn vegna veðurs sem ekki var furða.
Annar þeirra var Ólafur Þór Hauksson, þá lítt þekktur sýslumaður á Akranesi. Þegar hann fór síðar að vinna við flækjurnar í fjármálakerfinu, var hann svo sannarlega með storminn í fangið og flækjusig á stærri kantinum. Margt er líkt með því og girninu á eldhúsgólfinu mínu og rokinu á Húnflóanum, daginn sem Ólafur ætlaði á sjóstöngina hér um árið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
324 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 110559
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.