27.10.2010 | 00:31
Halldór - Davíð - Íraksstríðið
Mikið eru tvímenningarnir heppnir að ráðherraábyrgð fyrnist á 3 árum. Þetta ljóta mál er þó bara eitt af mörgum sem þeir hafa á sinni samvisku. Þjóðarbúið stendur í ljósum logum og þeir tveir bera þar mesta ábyrgð. Þeir skiptu þjóðarbúinu milli sinna vinahópa sem var svo hleypt óhindrað í köku okkar allra. Hún var síðan holuð að innan og hrundi að lokum saman þegar skelin ein var eftir. Svo mikið liggur við að almenningur komist ekki í leifarnar að varðhundahópum er sigað á hvern þann sem reynir að ná sig í mola.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
175 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu var varla nein, - nema leyft var að lenda flugvélum að í Keflavík. Ekki erum við með neinn her. Einhverjir frá Gæslunni fóru jú í sprengjuleit á gömlu drasli hjá Saddam - en það er tæplega neitt sem telst "stríðsþátttaka"...
frekar en að aftengja gömul tundurdufl hérlendis þegar þau rekur óvænt á fjörur...
Allt tal um þessa "þátttöku" okkar er á frekar langóttum og ýktum grundvelli. Við vorum þá líka að reyna að framlengja varnarsamninginn við USA - og við erum í NATO -
varla hefði veið stætt á því að neita flugvélum á leið yfir Atlandshafið - að millilenda í Keflavík - varla einu sinni þó við værum í hvorugum félagsskapnum. Þjónusta í loftferðaefritliti fer eftir alþjóðareglum og alþjóða samþykktum
Kristinn Pétursson, 27.10.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.