26.10.2010 | 20:12
Áhrif aðildar Íslands að ESB á samfélagið !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Athugasemdir

Lífið á Íslandi utan eða innan ESB veldur venjulegum borgara furðu lítilli breytingu. Að minnsta kosti til skamms tíma. Við getum haldið áfram að hjakka í sama farinu ef við höldum okkur utan við. Útgerðin er hvort sem er í raun "flutt úr landi" og það eina sem heldur höfuðstöðvunum hér en ekki Lübeck er óttinn við að missa kvótann. Hann er nefnilega einkennilega afhjúpandi tvískinnungur stórútgerðarinnar. Með því að halda þjóðinni utan ESB geta þeir stundað viðskipti með og iðnað á fiskafurðum í friði fyrir okkur. Þeir eru innan tollamúranna en við fyrir utan.
Þar sem þessi and-ESB stefna er að breyta Sjálfstæðisflokknum óvart í "landsbyggðarflokk" er það von mín að Reykvíkingar skilji loksins að þeir eiga enga samleið með þessum einokunarflokki sérhagsmuna. Það mun taka landsbyggðarfólk lengur að skilja að vinátta við Sjálfstæðisflokkinn er upphaf endalokanna. Vinstri Grænir eru flestir svo irrelevant í þessu að maður sár tekur út fyrir hvað þeir eru fjarri átakalínuninni nema sem geltandi varðhundar hagsmuna Sjálstæðismanna á þingi. Framsókn er nú einu sinni Framsókn og ekki mikils að vænta þaðan heldur. Maður neyðist því til að styðja Samfylkinguna á meðan á aðildarviðræðunum stendur, hún er þó heil á bak við umsóknina þegar aðrir flokkar kikna í hnjánum frammi fyrir verkefninu.
Gísli Ingvarsson, 26.10.2010 kl. 21:41

Góð greining Gísli - Arinbjörn takk fyrir innlitið og staðfestinguna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.10.2010 kl. 22:06
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
176 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Hlustaði á Magnús Bjarnason í Silfrinu á sunnudaginn og finnst hann koma með mjög góðar og gagnlegar upplýsingar, sem hefur virkilega skoðað málefni okkar sem væntanlega aðila að ESB ofan í kjölinn.
Þær upplýsingar sem hann kom með eru að mínu áliti til staðfestingar á mörgu sem við aðildarsinnar höfum sagt.
Við höfum verið skömmuð fram og aftur fyrir áróður og beinlínis lygar. Fyrst tók ég þessar skammir aðeins nærri mér og hélt jafnvel að ég hefði tekið skakkt eftir.
Sá tími er löngu liðinn og gott betur. Magnús staðfesti enn betur það sem ég hef verið að skrifa um og nú brosi ég bara út í annað og hristi höfuðið yfir skrifum andstæðinga ESB aðildar.