Að segja frá

Þarna eru Kristinn Hrafnsson og hans samstafsfólk hjá WikiLeaks að vinna stór afrek í þágu mannréttinda í heiminum. Við skulum ekki gleyma því að meðan Kristinn og Jóhannes Kristjánsson unnu saman sem rannsóknarblaðamenn hér á Íslandi, flettu þeir ofan af ýmsu ljótu hér.

Það var því ekki nema von að RUV hafi losað sig við þennan "stórhættulega" uppljóstrara sl. sumar.
WikiLeaks er stórkostlegt fyrirbæri og þar vinnur afskaplega verðmætt fólk, sem er að grafa í skítahaugum stríðsrekstrar þar sem "hetjudáðir" eru sumar svo ljótar að þær þola ekki dagsins ljós frekar en meðferðin á börnunum í Breiðuvík og víðar á Íslandi á síðari hluta síðustu aldar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er það svo? Er þetta hugsjónastarf eða athyglissýki? Að fletta ofan af níðingsskap í stríði er svona svipað og hneykslast á nekt hjá strippara. Halda menn virkilega að í stríði þar sem átökin byggjast á bardögum við borgarskæruliða að þá verði ekki óbreyttir borgarar í mestu hættunni? Og þeir sem stela upplýsingum úr tölvukerfum eru sjálfir glæpamenn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.10.2010 kl. 16:15

2 identicon

Komið þið sæl; Hólmfríður - sem aðrir gestir þínir !

Jóhannes Laxdal !

Heldur; skýtur þú að Hólmfríði óverðskuldað - og neðan beltisstaðar. Kristinn; og þeir Jóhannes Kristjánsson reyndar einnig, eru með betri frétta mönnum seinni tíma,en;....... sökum óþæginda, sem þeir voru að valda ráðandi öflum hér / neðanjarðar; sem opinberlega, þókti lítt við hæfi, að þeir héldu sínum rannsóknastörfum, sem ýmsir annarra.

Því er nú komið; sem komið er, hér heima á Fróni m.a., Jóhannes minn.

Með byltingarkveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:28

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhannes: Er ekki allt í lagi hjá þér ?

Sammála þér Fríða. Kristinn á heiður skilinn fyrir störf sín.

hilmar jónsson, 24.10.2010 kl. 16:36

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Óskar. ég var að fjalla um stríðsskjölin sem þessi Julian Assange hefur að öllum líkindum komist yfir á refsiverðan hátt með því að hakka servera hjá Pentagon. Og mér finnst eins og Kristinn sé að láta nota sig. Það hefur til dæmis ekki verið upplýst hvernig Kristinn "fann" fjölskyldu óbreytta borgarans sem var drepinn í árásinni sem Wikileaks sagði frá í fyrra. Er það trúlegt að Kristinn hafi , alls ókunnur bara lent í milljónaborg, þar sem allir innviðir eru laskaðir og fundið með því að spyrjast fyrir þessa ekkju og fjölskyldu á 2 dögum? Ég trúi því ekki og þegar menn eru að ljúga til með smámuni er þá ekki allt traust farið? Þetta er sviðsetning til þess gerð að koma höggi á Bandaríkin og samherja þeirra. Og íslendingarnir sem hlut eiga að máli ættu að sjá í gegnum þetta plott. Við hin eigum svo að hætta þessari meðvirkni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.10.2010 kl. 17:51

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s Og viðbrögð SÞ eru hlægileg hræsni. Að krefjast þess að fram fari rannsókn á því hvort fangar hafi verið pyntaðir og drepnir er hræsni af verstu sort. Það eru engar drengskaparreglur í stríði við terrorista. Þetta er hátæknistríð þar sem bardagar fara fram á tölvuskjám og dauði og limlesting álíka raunveruleg og í tölvuleikjum. Á meðan herskáir múslimar ógna almennu öryggi þá verðum við að sætta okkur við dökkar hliðar stríða. Líka þegar stríðin eru háð í Evrópu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.10.2010 kl. 18:03

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jóhannes !

Um öngva meðvirkni er að ræða; af minni hálfu, með þeim Wíki leka mönnum, miklu fremur ánægja, í mínum ranni, til handa hverjum þeim, sem vegur að Bandarískri heimsvaldastefnu - hvar; og hvenær, sem er, þér; að segja.

Hvar; ég er yfirlýstur stuðningsmaður Rússlands - og Rússneskra gilda; hver eru arftaki Austur- Rómverska ríkisins, mun ég áfram styðja og styrkja hvern þann, sem grefur undan Bandarískum heimsvaldasinnum, sem og fylginautum þeirra; dyggum, þ.e., Evrópusambandinu, Jóhannes minn.

Svo einfaldlega; blasa málin við, frá mínum sjónarhóli - og hafa lengi gert, svo sem, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:06

7 identicon

Ég var að lesa blöðin í Þýskalandi á netinu.  Það er komið inn á þetta með athyglissýki hjá Wikileaks.  Spurningarmerki sett við hvað fáist úr því að birta hluta úr skjölum sem sýnir enga heildarmynd.

En mér finnst gott að sýna þessi skjöl.  Stríð er hræðilegt og á ekki að eiga sér stað.  Ekki í okkar nafni allavega.

Var ekki Halldór Ásgrímsson endurráðinn um daginn?  Sýnir hversu langt við erum komin með að taka til hjá okkur.

Wikileaks breytti engu hér.   En það á að gera það annars staðar;)  En svona eru Íslendingar;))

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:22

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið

Jóhannes - þú ert greinilega að flokka íbúa jarðar eftir trúarskoðunum, litarhætti eða búsetu. Slíkt réttlætir ekki stríðsglæpi og hefur aldrei gert.

Óskar - ég var ekki að vanmeta Kristinn eða Jóhannes Kristjánsson á nokkur hátt, nema síður sé.

Þegar ég skrifa um Kristinn sem "stórhættilegan"  uppljóstrara eða orðið stórhættulegur sett í gæsalappir sem þýðir að ég er þér hjartanlega sammála. Að væna einhvern um veilu sem talist getur andlegum hliðum, er þekkt aðferð til að draga athygli frá kjarna málsins.

Hilmar og Stefán, þakka ykkur tilskrifin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.10.2010 kl. 22:59

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fríða!

Mikið er ég ánægður með þessar ábendingar hjá þér. Ég er amk alveg sammála. 

Vinur minn hefur stundum farið til bandaríkjanna og fylgst með fréttum þar. Hann staðhæfir að almenningsáliti í USA sé stýrt með ákveðinni matreiðslu á fréttum.  Ef ekki væru bandaríkjamenn löngu búnir að snúast gegn Ísrael og almenningur í USA aldrei liðið ýmis grimmdarverk heimsveldisins í gegnum árin.

Þess vegna, einmitt þess vegna er starf Kristins svo mikilvægt.

Lýðræði verður ekkert lýðræði ef almenningur fær ekki óvilhallar upplýsingar.

Ef við hugsum þetta mál hingað heim, þá hef ég mikla áhyggjur af fréttaflutningi.  Eigum við að hafa beinar kosningar til útvarpsráðs? Ættu stéttarfélög, félag starfsmanna RUV, Íþróttasambandið, samtök eldri borgara, samtök sveitarfélaga að eiga þar fulltrúa.  Af hverju var Kristinn rekinn?  

Jón Halldór Guðmundsson, 25.10.2010 kl. 11:22

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Halldór

Kreppan hefur neytt mann til að hugsa aðeins út fyrir sína þúfu og það er vel. Þakka þér tilskrifin sem eru málefnaleg að vanda. Sem betur fer eigum við fleiri miðla en RUV og Moggann, en samt er vertað vera á vaktinni. Ég er í raun meira hugsandi yfir þeim þrönga málfluttningi sem margir bloggarar stunda. Þar er allt of mikið lagt upp úr að ata einstakar persónur auri meðöllu mögulegu móti, meðan of lítið sést að grundvallar hugmyndum um ákveðin mál.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.10.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

175 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband