24.10.2010 | 13:38
Trumbusláttur við Þingstað ASÍ
Guðmundur Gunnarsson skrifar um það á Eyjunni að mikil eindrægni hefi verið á Ársfundi ASÍ í vikunni og ekki dreg ég það í efa. Hann gagnrýnir líka Eyjuna fyrir neikvæðan fréttafluttning um Verkalýðshreyfinguna. Það verða allir að geta tekið gagnrýni, líka ASÍ.
Að mínu áliti er það ekki skrítið að sagt sé frá því að helsta andstaðan við leiðréttingu á forsendubresti íbúðaeigenda/heimilanna, sé að finna hjá ASÍ og Lífeyrissjóðunum. Borðið er við að skerða þurfi bætur til lífeyrisþega og það er vissulega rétt, ef notaðar eru óbreyttar reiknireglur. Hagsmunasamtök Heimilanna hafa í sínum tillögum lagt til aðferðir til að milda þessi áhrif sem ég tel að Lífeyrissjóðirnir eigi afdráttarlaust að skoða vel.
Vissulega er það rétt hjá Guðmundi Gunnarssyni að verkalýðshreyfingin hefur gert ómetanlega hluti fyrir launafólki í landinu og það verður ekki af henni tekið. Nú er neyðarástand á fjölmörgum heimilum launafólks vegna forsendubrestsins og því ber Verkalýðsforystunni að bregðast við með ábyrgum hætti, sem hún hefur ekki gert.
Forsendubresturinn verður ekki leiðréttur með launahækkunum því þær fara inni verðtrygginguna til hækkunar við óbreytt ástand. Gylfi Arnbjörnsson sagði í mín eyru (og fleiri) í haust að það væri út í hött að tala um forsendubrest. Verðtryggingin væri sett um með þeim hætti að hún ætti að taka inn sveiflur af þessu tagi.
Ætli talað sé um það í lögum um verðtryggingu að þar sé gert ráð fyrir bankahruni, án þess að viðþví sé brugðist?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
176 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.