Lánið mitt var að lækka !!

Pósturinn var komin og ég fékk gamla hnútinn í magann. Enginn lögfræðinga eða innheimtumerki á umslögum í þetta sinn, enn sá léttir. Settist með stabbann og byrjaði að skoða, nokkrar kvittanir frá bankanum vegna greiðsluþjónustu. Notalegt að skoða greidda reikninga, afborgun af láni, best að skoða hvað höfuðstóllinn hefði hækkað milli mánaða. En bíddu við, hvað var að gerast, ég gáði aftur og aftur, jú þetta var rétt. Höfuðstóllinn hafði LÆKKAÐ, um mig fór notaleg gleðibylgja, loksins var það að gerast. Davíð var að takast ætlunarverkið, að gera Ísland að paradís með lækkandi lánum og stöðugu verðlagi. Brosið fór ekki af andlitinu, horfði á seðilinn og bjartsýnin helltist yfir mig. Þetta var á tíunda áratug síðustu aldar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svo þetta var bara draumur?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.10.2010 kl. 02:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Öllu heldur ein stór skýjaborg sem hrundi endanlega haustið 2008. Hef svo sem ekki trúað í blindni á Davíð í gegnum tíðina, en þarna fannst mér hann njóta sannmælis um stund sem góður stjórnmálamaður.

En hann er bara partur af peningasöfnunarklíkunni stóru sem hefur skipulega mergsogið okkur á allan þann máta sem þeim hefur hugkvæmst. Þeirra var mátturinn og dýrðin, en þeir eru nú sem betur fer á leið í réttarsali landsins fyrir margskyns misnotkunn á valdi, upplýsingum o.fl.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband