Sálarlíf þess sem svindlar - sálarlíf í skuldafeni

Ekki dreg ég í efa að það er erfitt fyrir mann í stöðu Baldurs Guðlaugssonar að vera stefnt fyrir dóm vegna fjársvika. Það hlýtur að valda reiði og ótta þegar skjaldborg klíkunnar er að gliðna og farið er að grafa í gjörspilltu einkavinakerfi sem dafnað hefur í friði um áratugaskeið. Hann er bara sá fyrsti sem kemur fyrir dóm, en það munu vera fleiri á leiðinni.

Ég hef þó meiri samúð með því fólki sem berst fyrir sinni tilveru frá degi til dags vegna fjárskorts í okkar fjársterka samfélagi. Þar er angist og kvíði hið daglega brauð. Beðið hefur verið mánuðum saman eftir úrlausnum og slíkt reynir margfalt meira á en þó einhverft kusk falli á hvítflibbann hjá innherjanum.

Skuldavandi almennings í landinu og hin sára fátækt sem hér fer vaxandi, er orðin að þjóðarskömm og þar berum við öll ábyrgð. Þó er ábyrgð þeirra sem ráða yfir gullkistum samfélagins langtum mest og þeirra er líka skömmin. Þar skiptir ekki máli í hvaða flokki menn eru, hvaða samtökum þeir stýra eða hvaða peningastofnun menn tilheyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband