Miskunnarleysi gagnvart skuldurum

 

Ég upplifi mikla sorg í mínu hjarta vegna þess miskunnarleysis sem virðist vera ríkjandi í samfélaginu gagnvart skuldurum. Öll fjármálafyrirtæki (líka Lífeyrissjóðirnir) þurfa á lántakendum að halda til að ávaxta sitt fé.

Kúabóndinn fóðra kýrnar sínar vel og skynsamlega og stillir mjaltavélina svo hún gangi ekki nærri júgrum kúnna. Lántakendur hafa margir hverjir verið settir á lélegan ofbeyttann úthaga og síðan er mjaltavélin stillt á ofursog. Það mundi góður bóndi ekki gera

Árangurinn er að lántakendur lifa ekki af fjárhagslega og það hlýtur að vera skaði fyrir fjármálafyrirtækin (líka Lífeyrissjóðina). Græðgin er orðin svo yfirþyrmandi og skíturinn svo mikill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Lífeyrissjóðir almennings töpuðu um 500 milljörðum í hruninu. Lífeyrissjóður ríkisins tapaði engu- skattgreiðendur verðbæta þann sjóð að fullu.

 Engar kröfur hafa verið gerða til að sá lífeyrissjóður gangi til skuldara-bara þeir almennu.

Lífeyrir fólksins í hinum almennu sjóðum hefur skert tekjur þeirra um  20-30 % eftir hrun-til viðbótar almennri skerðingu ríkisins (TR) Hinir almennu lífeyrissjóðir eru eign sjóðfélaga.

Nú vilja skuldarar að gerð verði eigna upptaka hjá þessum almennu sjóðum til að lækka skuldir sem mynduðust í Bólunni. Enginn gerir kröfur til lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna-og síst Ögmundur J. -þeir halda öllu sínu verðtryggðu af skattborgurum.

 Það er aldeilis fráleitt að ganga frekar á eftirlaun lífeyrisþega til að greiða til  þeirra sem sökktu sér í skuldir í góðærisbólunni.....Bankarnir eru sökudólgarnir miklu að hruninu-þeirra er að taka sinn skell.

Sævar Helgason, 22.10.2010 kl. 23:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna gera ráð fyrir því að með ákveðnum tilfærslum réttinda milli nútíðar og framtíðar, megi gera skuldaleiðréttingu mögulega, án þess að skerða réttindi þeirra sem nú þiggja bætur. Við hjónin erum ekki eigendur fasteignar og erum bæði lífeyrisþegar.

Tel þó óhjákvæmilegt að leiðrétta forsendubrest heimilanna vegna hrunsins. Sú rökvilla að aðeins sé um að ræða fasteignaskuldir þeirra sem keyptu korteri fyrir hrun, á ekki við. Verið er að tala um innistæður heimilanna í húseignum heilt yfir og um allt land. Góðærisbólan stóð stutt og kom ekki út á land ef frá er talið mið Austurland

Norðurland vestra var með  9% neikvæðanHagvöxt 1998 til 2005 samkvæmt Skýrslu Hagfræðistofnun HÍ frá því rétt fyrir Hrun

Varðandi lífeyrissjóða kerfið í heild þá finnst mér mjög athugandi að samræma það eða sameina í einn sjóð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband