19.10.2010 | 07:18
Nær allir ráðherrar VG hafna IPA styrkjum frá ESB.
Styrkirnir standa umsóknarríkjum sambandsins til boða og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa stjórnsýslu þeirra undir aðild að því.
Í þeim mikla niðurskurði sem nú stendur yfir, er það að mínu álit skylda ALLRA ráherra ríkisstjórnarinnar að taka við þeim styrkum sem bjóðast til að aðlaga stjórnsýsluna.
Bætt stjórnsýsla kemur okkur öllum til góða og nýtist jafn hvort sem aðild verður samþykkt eða ekki. Persónulegar skoðanir ráðherranna þessu máli ekkert við.
Umsóknarferlið er staðreynd og til að það sé virkt á öllum stöðum eru þessir breytingar á stjórnkerfinu nauðsynlegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
128 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ákveðin þversögn í okkur íslendingum. Við getum ekki tekið við fé sem lýðræðisríki hafa hafa samþykkt að veita okkur til að bæta og aðlaga stjórnsýsluna að nútímanum þegnunum í hag. Hinsvegar er ekki fráleitt að taka við fé frá Saudí Arabíu til að byggja moskur hérlendis frá landi þar sem trúfrelsi er refsivert. Þetta er atriði er nú sérstaklega tiltekið í Noregi í dag þar sem stjórnvöld hafna umsóknum um fjármögnun á moskum í Noregi af þessum prinsíppástæðum. Kínverjar eru annað dæmi um harðstjóraveldi þar sem lýðræði er skilgreint sem samþykktir kommúnistaflokksins hverju sinni. Við Kínverja vilja menn gjarnan auka fjárhagsleg samskifti á kostnað evrópusamstarfsins ef þess er nokkur kostur. Ég held að Íslendingar séu ekkert sérstaklega lýðræðissinnaðir þegar á reynir. Vanta í okkur hryggsúluna sem ber lýðræðið uppi. sjálfan hugmyndafræðilega skilninginn á hugtakinu.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 08:03
Bætt stjórnsýsla kemur okkur öllum til góða. Að mörgu leyti er hægt að bæta hana án þess að það kosti voða mikið.
Eitthvað af þessum verkefnum sem tengjast umsóknarferlinu kemur okkur til góða hvort sem aðild Íslands að ESB verður samþykkt eða ekki.
Í því að sækja ekki um þátttöku í þessum kostnaði er afar sérkennileg afstaða. Það er ekki sanngjarnt að við berum þennan kostnað ein. Og höfum varla efni á því, eins og dæmin sanna.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 13:16
Sælir herramenn og takk fyrir innlitið.
Er þér hjartanlega sammála Ingvar með Moskuna, Kínverjadekrið og lýðræðið.
Um okkar sameiginlegu skoðanir þar vart að ræða Jón Halldór, þær falla það vel saman.
Ráherraeinræðið kemur þarna fram í sinni tærustu mynd og það er að mínu mati algjörlega óþolandi hvernig því er beytt í þessu máli
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2010 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.