18.10.2010 | 02:39
ICESAVE samningum vonandi að ljúka
Ég vonast til þess að þetta skýrist mjög fljótt," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður hvenær von sé á niðurstöðu í Icesave-viðræðunum við Breta og Hollendinga.
Það er vissulega kominn tími á að samningagerð vegna ICESAVE ljúki. Tímabært er sömuleiðis að Alþingi afgreiði þetta erfiða mál frá sér og að Bessastaðabóndinn riti sitt virðulega nafn á skjalið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Um bloggið
128 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur ræður þessu ekki. Ríkisstjórn sem rekin var til baka með samning, ekki bara einu sinni heldur tvisvar á náttúrulega ekki að sitja. Þetta verður að útkljá með því að afhenda þrotabúið. það er eina lausnin sem þjóðin mun samþykkja og forsetinn. Tilhvers að fita skilanefnd landsbankans í fjölda ára við uppgjör á þjófabúi sem kemur okkur ekkert við lengur. Afhendum Interpol þjófana og erlendum kröfuhöfum góssið sem stolið var
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 08:52
Þú ert eitthvað að misskilja málið Jóhannes
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2010 kl. 16:33
Rökstuðning takk, Hólmfríður. Þú telur ansi oft að aðrir skilji ekki þegar í raun það ert þú sem endurtekur bara bullið úr stjórnmálamönnunum athugasemdalaust. En þetta fylgir því að vera flokksbundinn. Menn missa dómgreind
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2010 kl. 18:35
Það sem þú kallar "bullið úr stjórnmálamönnunum" er því miður sá kaldi raunveruleiki sem við stöndumf rammi fyrir. Ísland og Íslendingar skulda þetta vegna hefilegra mistaka í fjármálastjórn fyrir Hrun. Svo einfalt er það
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2010 kl. 14:55
Meirihluti landsmanna er á öðru máli Hólmfríður. Við verðum að fara eftir leikreglum lýðræðisins og stjórnarskránni.
Ríkisábyrgð á skuldbindingum innistæðutryggingasjóðs er bönnuð með lögum. Hins vegar eiga erlendir innistæðueigendur forgangskröfu í þrotabúið. Nýjar upplýsingar segja að þær kröfur fáist greiddar að 90% með sölu eigna þrotabúsins. Hvað er þá málið? Af hverju er þetta þrotabú ekki afhent réttum eigendum sem eru kröfuhafarnir? Hefur þú eitthvað svar við því? eða ertu að bíða eftir að Steingrímur og jóhanna veiti leiðsögn? Stjórnmálamenn eru getulausir. Þeirra lausnir eru slæmar lausnir. Ertu ekki enn búin að fatta spillinguna og vanhæfið sem einkennir stjórnsýsluna fyrr og nú? Það hefur ekkert breyzt
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.