Takk Eva Joly

Var að horfa á Evu Joly í Silfrinu og mikið er þessi kona búin að gera mikið gott fyrir okkur Íslendinga. Viðhorf hennar til jafnræðis í samfélögum er einstaklega heilbrigt og sanngjarnt. Hún gaf okkur líka trausta mynd að starfsemi Sérstaks saksóknara og hvers það embætti er megnugt.

Þolinmæði og meiri þolinmæði er nauðsynleg, en við munum sjá árangur af starfi þess embættis. Hún talaði um að rétt væri að við tækjum okkur lengri tíma til að koma okkar efnahag á réttan kjöl og seinka því að vera hér með halla laus fjárlög. Nú er stefnt á slíkt 2013. Slíkt mundi veita okkur svigrúm til að koma heimilunum til raunverulegrar bjargar.

Hún mælir með aðild okkar að ESB og rökstyður það vel. Fagna því að nú getur hún talað opið um Magma málið efir að hún lét af starfi sínum með Sérstökum Saksóknara. Þar hefur hún góða innsýn og sterkar skoðanir. Vænti ég mikils af henni það við að aðstoða okkur að losna undan þeim óheillasamningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

128 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband