Mín saga í stuttu máli

Ég fór í gegnum gjaldþrot 1986 og tók í framhaldinu að mér ábyrgðarkröfur af atvinnurekstri sem við vorum með í eigin nafni og varð til þess að við urðum gjaldþrota. Keypti húsið mitt til baka á verðtryggðu láni frá Húsnæðisstofnun ríkisins. 

Ábyrgðarkröfuskuldin var sett á skuldabréf þar sem ábyrgðar aðilarnir skrifuðu á að nýju (var sem sagt skuldbreytt) Þar var sett inn ÖLL UPPHÆÐIN, vextir verðbætur, dráttarvextir vegna vanskila og annað sem hægt var á þeim tíma að smyrja á. (Ekki þó lögfræðikostnaður). Hafði á þeim tíma EKKI kjark til að biðja um lækkun/leiðréttingu á neinu

Hef síðan verið þræll þess að greiða upp þessar skuldir. Þetta er það sem ég vil alls ekki að fjölskyldur nútímans gera að ævistarfi. Náði að selja húsið korteri fyrir hrun og er glöð með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir einlægnina, heiðarleikann og traustið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekkert að þakka - ég hef ekkert að fela

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband