Sérfræðinganefndin sem reiknar

Nú situr nefnd sérfæðinga og reiknar leiðir til bjargar heimilunum í landinu til að finna lausn sem er þóknanleg eigendum og vörsluaðilum peninganna í landinu. Þráinn Bertelsson telur réttilega að niðursaða nefndarinnar geti leitt til meiri bumbusláttar á götum úti og þar er ég sammála Þráni.

Hann talar líka um að líf ríkisstjórnarinnar sé í höndum þessarar nefndar og undir það get ég vissulega tekið. Ég er flokksbundin í Samfylkinguna, annan stjórnarflokkinn og hef því vissar taugar til þess hvort hún stendur eða fellur.

En stóra málið í þessu eru öll þau líf sem eru að baki þeim skuldaklafa sem lagður hefur verið á heimili þessa lands og hefur þegar sligað allt of margar axlir. Fái peningaöflin að ráða, flytja mjög margar fjölskyldur úr landi, margar fjölskyldur splundrast til viðbótar þeim sem þegar eru í rúst. Kirkjugarðar landsins muni taka við fleirum sem gefist hafa upp og flúið baslið með eigin hendi.

Hvað mun þetta kosta peningaöflin og hvað mun þetta kosta þjóðarbúið. Trúlega eru það hærri tölur en svo að þær séu birtingarhæfar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Málið með þessa umræðu alla er að það er verið að gera vandann óþarflega flókinn. Þessi kostnaður sem menn tala um að lendi á kröfueigendum er bara bókhaldsleg stærð. Það er ekki verið að tala um að peningar skipti um hendur.

En villa stjórnvalda er að ætla helst að hjálpa fólki sem átti lítið sem ekkert eigið fé og keypti þegar bólan var í hámarki. Það á ekki að auka erfiðleika þessa fólks með því að gera það að skuldaþrælum. Það á númer 1, að auðvelda þessu fólki að fara í gjaldþrot, skila lyklunum og vera laust allra mála á nokkrum árum. Það er líf eftir gjaldþrot.

Hinum sem enn eiga umtalsvert eigið fé í sínum fasteignum þarf að gera kleyft að halda sínum eignum þrátt fyrir lækkun veðhlutfalls. Finna þarf út sem réttast markaðsverð til að fólk geti sjálft reiknað út hagkvæmni þess að eiga eða leigja.

Mestallur kostnaður yfirveðsetningar mun lenda á kröfueigendum

Það skiptir engu hvernig menn reikna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 14:16

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s blekkingaleikurinn hjá fjármálafyrirtækjum, stjórnvöldum og HH snýst um að viðhalda og verja allt of hátt fasteignaverð. Þangað til menn horfast í augu við að verðið verður að lækka til samræmis við kaupmátt verður deilt um hvernig menn eigi að "eiga" allt að 200% yfirveðsett húsnæði.  Sem er náttúrulega rugl og afneitun

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú þarf ekki að sannfæra mig um að það er líf eftir gjaldþrot, það veit ég sjálf. Þú ert að rugla tvennu saman. HH setti fram sanngjarnar tillögur/kröfur um leiðréttingu fasteignaskulda vegna forsendubrests. Þær tillögur gagnast þeim verst settu ekki að fullu og það vita forsvarsmenn HH mjög vel. Þegar búið er að leiðrétta forsendubrestinn þá verða stjórnvöld að koma með raunhæfar leiðir fyrir þá sem verst standa og gjaldþrotaleiðin er þar á meðal. Það vita allir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2010 kl. 15:43

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek heils hugar undir með þér um að verið sé að gera fólk að skuldaþrælum í stórum stíl, og það er gert á skrifstofu Umboðsmann skuldara sem er í raun útsendari og málpípa fjármálastofnana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.10.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband