15.10.2010 | 03:34
Óttinn við niðurskurð í Heilbrigðiskerfinu
Ég bý í Hvammstangalæknishéraði og þar er rekin Heilbrigðisstofnun og Heilsugæslustöð sem eru hluti af Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hér var skurðstofan aflögð um 1970 og fæðingar voru aflagðar á Sjúkrahúsinu snemma á 9. áratugnum. Heilsugæslan hér er öflug og hér eru frábær aðbúnaður fyrir aldraða, með dvalardeild og sjúkradeild.
Hér er öflug mæðravernd og ungbarnaeftirlit.
Farið var í viðamiklar sparnaðaraðgerðir í aðdraganda sameiningar við aðrar Heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi.
Hitti kunningjakonu í apótekinu (sem er útibú frá Lyfju) í gær. Hún var greinilega óttaslegin vegna tilhugsunar um að hér yrði dregið enn meira saman. Ég sagði henni í aðalatriðum það sem ég veit um sparnaðaraðgerðirnar sem fram fóru um það leiti sem Ögmundur var Heilbrigðisráðherra. Þær fólust í því:
- að farið var að greiða framlag ríkisins á réttum tíma (ekki mánuði of seint) sem aflétti þörfinni fyrir yfirdráttarláni sem nam mánaðarkostnaði við rekstur og safnaði vaxtaskuld.
- að farið var í vaktabreytingar sem fólust í að ákveðinn fjöldi vakta var styttur (í stubbavaktir á mestu álagstímum) sem orsakið lækkað starfhlutfall hjá starfsmönnum, en ekki uppsagnir.
- að laun voru lækkuð hjá yfirfólki.
- að farið var í saumana á ÖLLUM innkaupum.
Húsnæði er í góðu ástandi og viðhaldskostnaður því viðráðanlegur. Stórkostlegar endurbætur ekki í sjónmáli næstu árin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.