8.10.2010 | 16:36
Heilbrigðiskerfið - hagræðing - sparnaður
Niðurskurðarfréttir úr heilbrigðiskerfinu eru nokkuð svæsnar núna og sumstaðar svo að fólki blöskrar.
En hvaða þjónusta er veitt á hvaða stofnun núna og hvernig er í raunhægt að hagræða án þess að skerða þjónustuna sem við eigum öll rétt á. Rekstur á skurðstofum er afar viðkvæmt og heitt mál á mörgum stöðum.
En er það endilega nauðsynlegt að geta gert skurðaðgerðir af mörgu tagi vítt og breytt um landið. Samgöngur í dag eru þess eðlis að fólk getur hæglega komið sér á milli staða án vandræða.
Vel má hugsa sér að sérhæfa skurðstofur meira en gert er í dag og senda fólk milli landshluta til vissra sjúkrahúsa til ákveðinna tegunda aðgerða og endurhæfingar í kjölfarið. Rekstur stofnana er misdýr og vel væri hægt að spara töluvert fé með þessum hætti.
Smákónga/drottningaveldi í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt og þar keppist hver við að halda sinu burtséð frá hagkvæmni.
Sumstaðar virðist jafnvel varasamt að orða tilfærslur á þjónustu milli stofnana, þó hagkvæmar séu og það er mjög slæmt.
Ég persónulega vil gjarnan sjá og heyra umræður um að færa vissa þjónustu meira frá Reykjavík - af Landsspítala Háskólasjúkrahúsi og framkvæma vissar tegundir aðgerða á minni sjúkrahúsum úti á landi.
Sömuleiðis má styrkja fæðingardeildir á völdum stöðum út um land og hafa sem valkost fyrir konur af Höfuðborgarsvæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.