28.9.2010 | 18:12
Atkvæðagreiðslan á Alþingi.
Tillögur Atlanefndarinnar að breytingum í stjórnkerfinu eru góðar og mikilvægt að náðst hafi einróma niðurstaða í afgreiðslu hennar. Því vil ég fagna sérstaklega og tel það vera stóra málið sem afgreitt var í dag
Þegar kemur að ráðherraábyrgð og Landsdómi voru þingmenn ekki á einu máli og þess var heldur ekki að vænta.
Flokkslínur voru hreinar hjá VG og Hreyfingunni með ákærum og hjá Slálfstæðismönnum á móti. Framsókn og Samfylking voru bæði með eða á móti. Mjótt var þó á munum og atkvæðagreiðslur nokkuð tvísýnar.
En hvað var þess valdandi að niðurstaðan var þessi. Kreppan var í kortunum strax 2006 til 2007 og fátt til ráða. Geir H Harde var einum stefnt fyrir Landsdóm og tel að ábyrgð Geirs á setu Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum hafi ráðið úrslitum.
Hef sjálf haft vissar efasemdir um það að stefna ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H Harde fyrir Landsdóm
Hinsvegar verður að rannsaka einkavæðingu bankanna og starfstíma/feril Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Þar liggja mistökin og þau verður að skoða vandlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála. En Davíð O. og hans fylgdarlið hefur séð fyrir að þeirra ábyrgð er fyrnd nú þegar.
Úrsúla Jünemann, 29.9.2010 kl. 22:00
Auðvitað á að rannsaka einkavæðingu bankanna. Tek undir það!
Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.