27.9.2010 | 23:38
Þjóðarsáttin - tillögur HH
Það verður sífellt óskiljanlegra að til þess sé ætlast að fólkið, fyrirtækin, stofnanirnar, sveitarfélögin og fl, skuli í alvöru vera krafin um greiðslu þeirra óskaplegu hækkana lána sem átt hafa sér stað í Hruninu.
Það skiptir í mínum huga ekki máli hvaða lánaflokka er um að ræða. ÖLL LÁN HAFA HÆKKAÐ - ÞAÐ VARÐ FORSENDUBRESTUR. Ef það kallast ekki forsendu brestur að fjármálakerfi heillar þjóðar hrynur til grunna, þá veit ég bara ekki hvað orðið forsendubrestur þýðir.
Fagna tillögum HH sjá hér og tel að þær séu góður grunnir að þjóðarsátt um sæmilega viðunandi lífskjör í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mun ekkert gert til að mætta þessari sáttartillögu af ríkistjórninni, sem þú mærir svo af trúrabragðalegri sannfæringu. Ef þú ert ekki farinn að sjá að þetta snýst um að fullkomna ránið á þessu landi og styrkja fjármagnseigendur og banka, sem nú eru í eigu erlendra hulldumanna, þá ertu algerlega blind. Hverjir skyldu nú eiga að fara fyrir landsdóm næst, þegar þetta tímabil verður gert upp? Hverjir standa sig best í að botna glæpinn?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2010 kl. 00:08
Ég var satt að segja að vonast til að fá hér inn örlítið af málefnalegri umræðu um tillögur HH mál þeim tengd. Mín "trúarbrögð" í stjórnmálum eru ekki hér á dagskrá og Landsdómur ekki heldur.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa skapað sér gott orðspor og til þeirra er borið heilmikið traust. Ég vil gjarnan fá hér inn álit á þeirra tillögum og rök varðandi þær
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2010 kl. 00:28
6 oktober 2008 varð þessi óskaplegi forsendubrestur. Af hveju menn vilja ekki sjá hann og viðurkenna er ráðgáta. Tillögur HH eru góðar og hafa verið frá því þau voru stofnuð. Á þau ber að hlusta. Verst er að maður hefur enga trú á því að á þau verði hlustað.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.9.2010 kl. 02:04
Þakkir fyrir innlitið Arinbjörn
Það má segja að forsendubresturinn hafi orðið fyrr á árinu 2008 þegar krónan byrjaði að hríðfalla þó sjálft Hrunið yrði svo um haustið. Við verðum að þrýsta á um að stjórnvöld hlusti á tillögur HH og ég vænti þess að um þær verði rætt þegar Landsdómsfárið verður liðið hjá.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.