21.9.2010 | 16:04
Umræðan um orkunýtinguna
Andri Snær og Tryggvi Þór tókust á um auðlindamálin og orkunýtinguna í Kastljósinu í gærkvöldi. Varð fyrir veruleg vonbrigðum með málflutning beggja aðila og fannst raunar að hann væri á köflum afar ruglingslegur. Andri Snær var líka með kjánalegar aðdróttanir sem mér fannst skemma málstað hans og hans stuðningsmanna.
Tryggvi Þór datt líka í þann pytt að kenna stjórnvöldum klúður sem rekja má til ákvarðana sem teknar hafa verið í einskonar fljótræði þar sem treyst hefur verið að færibandaafgreiðslu stjórnvalda.
Andri Snær og hans fylgjendur hafa mjög mikið til sýns máls varðandi það að rannsaka verður miklu betur hvert nýtingarþol háhitasvæðanna er. Varðandi vatnsaflsvirkjanir þá eru það líka umhverfisáhrifin sem skipta gríðarlegu máli.
Að setja orkuna okkar í eina stóra iðngrein er ekki skynsamlegt eða hagkvæmt. Þeir aðilar sem rætt hafa um orkusölu inn á veitukerfi meginlands Evrópu, eru að mínu áliti að skoða áhugaverðan kost til að auka verðmæti orkunnar og setja með því væntanlega meiri verðpressu á stóru orkukaupendurna hér heima.
En aftur að Kastljósinu, karp er ekki það sem okkur vantar núna, heldur málefnaleg rökræða þar sem mismunandi skoðanir eru ræddar án þess keppst sé á um að koma höggi á andstæðinginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir með þér varðandi umræðuna. Þar sem við Íslendingar getum greinilega ekki rætt saman nema vera í sama flokki, þá væri mun betra að taka bara 5 mínútur með öðrum aðilanum og svo 5 mínútum með hinum aðilanum. Þannig hefði spyrillinn vonandi smá stjórn á mannskapnum og hlustandinn einhvern möguleika á að mynda sér sjálfstæða skoðun!
ASE (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:42
Það er nefnilega þannig að hægt er að skemma góðan málsstað með óvöndum umræðustíl.
Ég get tekið undir margt hvað varðar viðhorf - sjónarmið - málstað Andra Snæs, en málflutningurinn var ekki góður. Er með árunum að fjarlægjast stóriðjustefnuna og Tryggvi Þór snéri mér ekki til baka með sinni frammistöðu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.9.2010 kl. 22:19
Málflutningur Andra Snæs er ekki sannfærandi og Tryggvi Þór var allt of kurteis og lét Andra trufla sig með sífeldum frammíköllum og gjammi.
Tryggvi L. Skjaldarson, 22.9.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.