Áfangi í átt til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Sáttanefndin um kvótakerfið hefur skilað sinni skýrslu. Þar er talað um tvær meginleiðir til breytinga og hefur hin svokallaða sáttaleið hlotið náð fyrir augum meri hluta nefndarinnar. Það kemur ekki á óvart þar sem hagsmunaaðilar virðast haf verið með meiri hluta fulltrúa á sínu bandi. Nú verður málið unnið áfram svo raunveruleg sátt náist um þetta stóra auðlindamál. Yfirlýsing endurnýjaðrar ríkisstjórnar gefur svo sannarlega tóninn með það að betur má ef duga skal. Við almennir borgar þessa lands munum alls ekki sætta okkur við niðurstöðuna eins og nefndin skilaði henni af sér, sáttaleiðina. Ég er ekki sammála Finnboga Vikari um að skipan nefndarinnar hafi verið mistök, þvert á móti því nú höfum við valkost núverandi handhafa kvótans, ásamt valkosti minnihluta nefndarinnar sem vinna þarf mun betur og getur orðið grundvöllur á ásættanlegri niðurstöðu. Það mun taka einhvern tíma í viðbót að klára þetta mál, en við skulum ekki gleyma því að þarna er við sterk öfl að eiga og það má ekki missa úthaldið á endasprettinum þó hann verði í lengra lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Finnst engum ámælisvert að þessi svokallaða samningaleið skuli vera útfærð af einum af kvótaprinsum Samfylkingarinnar?  Ég fæ ekki betur séð en Lúðvík Bergvinsson sé bullandi vanhæfur.  Og varðandi þessa skýrslu, þá er langt síðan ég hef rennt yfir jafn illa unna skýrslu!!  Var ekki hægt að fá einhvern sem kann til verka, til að setja hana upp á skilmerkilegan hátt?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2010 kl. 17:18

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vanhæfi nefndarmanna er vissulega mál út af fyrir sig og uppsetning skýrslunnar/niðurstöðunnar líka. Það eru ekki þeir þættir sem skipta höfuðmáli að mínu mati, heldur sú staðreynd að vinna nefndarinnar skilaði niðurstöðu og að útgerðarmenn komu að borðinu. Mikil vinna er eftir og hana verður að inna af hendi eins fljótt og hægt er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.9.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband