8.9.2010 | 03:22
Færeyingar langt á eftir okkur í jafnréttismálum samkynhneygðar
Viðbrögð Færeyinga við hjúskaparstöðu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra okkar í tengslum við opinbera heimsókn hennar til eyjanna, eru sterk skilaboð til okkar um að veita samkynhneigðu fólki í Færeyjum allan þann stuðning sem unnt er í þeirra jafnréttisbaráttu.
Ég hrökk við að heyra þessi fornaldar viðbrögð frá þingmanni þar í landi varðandi það að sitja Jóhönnu og hennar konu í hátíðarkvöldverði í gærkvöld. Viðtal við færeyska samkynhneigða konu í kvöldfréttunum undirstrikaði svo að, því miður eru fordómar gagnvart slíkri kynhneigð, útbreiddir í Færeyjum og réttarstaða samkynhneygðara slök.
Ef þetta upphlaup þingmannsins verður til þess að vekja athygli á málinu og þörfinni fyrir stuðning okkar, er það vel. En það verð ég að segja að ekki á hann neinn heiður skilið fyrir tiltækið, nema síður sé. Hinn almenni borgari í Færeyjum virðist miður sín yfir þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslensk stjórnvöld með Jóhönnu í fararbroddi er nú ekki betri en það að hún afnam réttindi para að búa saman og koma sér upp fjölskyldu innan EES. Það er ef fyrirvinnan er á Íslandi. Ekki finnst neinum þetta skrýtið á Íslandi. Þetta var bara út af peningum og afsökunin er peningar.
En réttindi samkynhneigðra kostar ekkert.
Það er slæmt mál ef réttindi manna til að búa saman fer eftir því hversu mikla peninga það kostar.
En ég er alveg 100% fylgjandi réttindum samkynhneigðra. Eða eitthvað meira en hundarð prósent.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.