Hvað er sagt af andstæðingum aðildar að ESB um ESB ?

Þetta er sagt af andstæðingum ESB

Ísland missir fullveldi sitt við aðild að ESB.

Rétt er: ESB er samband fullvalda og sjálfstæðra þjóða, sem hafa ákveðið að deila hluta af fullveldi sínu í sameiginlegum stofnunum til að skapa öllum innan sambandsins sama rétt við atvinnu og í viðskiptum. Í slíku framsali felst ekki missir fullveldis þegar rétt er á málum haldið, heldur víðtækari réttur. Dani eða Breta virðist ekki skorta fullveldi eftir rúman aldarþriðjung í ESB. Svíar eða Finnar eru engar nýlenduþjóðir. Ýmislegt annað alþjóðlegt samstarf felur í sér svipað framsal fullveldis, svo sem aðild að mannréttindasáttmálum. Aðild Íslendinga að slíkum samningum hefur ekki reynst óheillaspor.

Aðild að Evrópusambandinu fæli raunar í sér frekara fullveldi Íslands en núverandi staða lýðveldisins í EES-samstarfinu. Nú þurfa Íslendingar að taka upp um þrjá fjórðu hluta af efnisreglum ESB-réttar án þess að hafa nokkur formleg áhrif á ákvarðanatökuna. Með aðild getum við haft áhrif á allar slíkar reglur, og reynslan sýnir að smáar þjóðir hafa veruleg áhrif innan ESB þar sem þær kjósa að beita sér af fullum þrótti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Er þetta tekið upp úr einverjum ESB bæklingi?

Danir eru fullvalda ef skilgreiningin er sú að þeir geti keppt í fótbolta og Eurovision undir eigin fána, tali áfram dönsku og borða vínarbrauð.

En þjóð sem getur hvorki sett sér lög í fjölmörgum málaflokkum né haft æðsta úrskurðarvald í dómsmálum er ekki fullvalda. Þótt Danir hafi tryggt sér frelsi frá evrunni þegar Maastricht var lögtekinn hafa þeir ekki nýtt sér það, danska krónan er bara evra þýdd á dönsku.

Menn geta svo velt fyrr sér hversu stór þáttur fullveldisskorturinn er í því að Danmörk hefur fallið jafn mikið niður velmegunarlistann undanfarin áratug og raun ber vitni.

Það þarf að láta af hendi fullveldi við að ganga í ESB, einmitt þess vegna þarf að breyta stjórnarskránni. Það breytist ekki með því að kalla það "að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum". Það er fullveldisafsal. Því miður. Sumir eru sáttir við það og eiga rétt á þeirri skoðun, en við skulum kalla hlutina réttum nöfnum.

Haraldur Hansson, 6.9.2010 kl. 02:18

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Finnst þér að Ísland sé FULLVALDA Í DAG.

Þá er ég ekki að meina lagalega, heldur er ég að tala um þá skelfilegu stöðu sem þjóðin er í.

Þú getur svo fundið meiri fróðleik um ESB inn á heimasíðu Samfylkingarinnar. Það eru teknar fyrir helstu rangfærslurnar sem ganga manna í milli hér á landi um ESB og raunveruleikinn skýrður í hverjum lið fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.9.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er rétt að óhófleg skuldsetning laskar fullveldi þjóða. Thomas Jefferson vildi bæta því inn í stjórnarskrána bandarísku að ríkissjóði væri bannað að taka fé að láni, vegna þess að við það færðust áhrif frá réttkjörnum valdhöfum til lánardrottna.

En það er mikill munur á þessu tvennu.

Þjóð sem skerðir fullveldi sitt með óhóflegri skuldsetningu getur endurheimt það með því að gera upp lán sín. Þjóð sem gefur frá sér fullveldið endurheimtir það ekki svo glatt og kannski aldrei. Í því liggur hættan.

Haraldur Hansson, 7.9.2010 kl. 08:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er að segja ef hún (þjóðin) gefur fullveldið frá sér. En það gerist EKKI með inngöngu í ESB. Þín fullyrðing stenst bara ekki og það er algjörlega óháð því hvað mér persónulega finnst um hana.

ÞÍN FULLYRIÐNG ER EINFALDLEGA RÖNG, ÞAÐ VEISTU OG ÞAÐ VEIT ÉG LÍKA.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.9.2010 kl. 21:56

5 identicon

Reyndar er þín fullyrðing röng Hólmfríður.

Lissabon sáttmálinn heimtar það að þjóðir sem innlimast í ESB undirgangist stefnu sambandsins sem ganga út á Sambandsríki (svipað og USA).

Löndin verða að sýna að þau séu trú grunndvallarmarkmiðum þess, sem er ríkjasamband.

Lissabon sáttmálin minnkar einnig vægi minni þjóðanna til muna (mun taka fullt gildi 2014). Ísland mun t.d. hafa um 0,06% vægi (þjóðir sem ekki hafa land að sjó munu eftir 2014 hafa 108 sinnum meira vægi í sjávarútvegsmálum, en Ísland). Samþykkt ESB þingsins frá 1997 hvetur einnig til afnáms neitunarvalds. Lissabon sáttmálinn gerir það líka á vissum sviðum.

Stórþjóðir ESB þurfa svo ekki annað en að ákveða að afnema það algjörlega og þá geta aðrir ekki sagt neitt.

Þetta er fyrirliggjandi!

Að fara inn í þetta ríkjasamband er því ekkert annað en afsal á fullveldi. 

skussinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 09:51

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skussinn

Þetta er alls ekki mín fullyriðing heldur staðreynd málsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.9.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband