Bændablaðið stundar mikinn hræðsluáróður gagnvart bændum

Óttinn er enn og aftur notaður til að stjórna, halda fólki niðri. Hvert sem litið er hefur svo verið um aldir. Lántakendur óttast innheimtuaðgerðir, skerðingu framfærslu, missa eignir, laskað mannorð og allt mögulegt sem því tengist.
Bændur eru að því leiti með sérstöðu að sumir sitja á jörðum foreldra/forfeðra og er þá að bregðast þeim (sem er auðvitað ekki rétt)
Innheimtuaðgerðir fyrri tíma snérust um að skerða afkomu – skert afkoma þýddi skort – sem þýddi hungur – sem leiddi til dauða. Þó þessi sé ekki raunin í dag, þá lifa gamlar hugsanir og gamlar setningar sem fólk heyrði í æsku, góðu lífi í undirvitund fólks.
Það er því mun auðveldara að hræða bændur með ESB (eða einhverju öðru) en aðrar stéttir þessa lands.
Ekki vegna þess að bændur séu heimskir, auðtrúa eða illa menntaðir.
Þeir hafa einfaldlega annann bakgrunn margir hverjir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Kratar stunda einnig öflugann hræðsluáróður fyrir ESB-aðild.  Vonandi er það ekki til marks um að þeir séu heimskir eða auðtrúa.

Í þessu atriði skiptir litlu hvernig menn eru menntaðir, bjánar geta verið vel menntaðir eins og bankahrunið sýnir augljóslega.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.9.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég kannast ekki við að við hjá Samfylkingunni stundum "hræðsluáróður" fyrir ESB aðild eins og þú heldur fram.

Við leitumst við að upplýsa samlanda okkar um ESB, leiðrétta missagnir um sambandi svo ekki sé talað um margsonar rangfærslur sem haldið er fram um ESB.

Um sumar rangfærslurnar gildir það auðvitað að fólk veit ekki betur, en því miður er ég nokkuð viss um að einhverjir halda þeim fram gegn betri vitund.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.9.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er eitt gott dæmi um rangfærslu sem margir halda fram og við hjá Samfylkingunni leitust við að leiðrétta.

"Þetta er sagt:

Ísland missir fullveldi sitt við aðild að ESB.

Rétt er: ESB er samband fullvalda og sjálfstæðra þjóða, sem hafa ákveðið að deila hluta af fullveldi sínu í sameiginlegum stofnunum til að skapa öllum innan sambandsins sama rétt við atvinnu og í viðskiptum. Í slíku framsali felst ekki missir fullveldis þegar rétt er á málum haldið, heldur víðtækari réttur. Dani eða Breta virðist ekki skorta fullveldi eftir rúman aldarþriðjung í ESB. Svíar eða Finnar eru engar nýlenduþjóðir. Ýmislegt annað alþjóðlegt samstarf felur í sér svipað framsal fullveldis, svo sem aðild að mannréttindasáttmálum. Aðild Íslendinga að slíkum samningum hefur ekki reynst óheillaspor.

Aðild að Evrópusambandinu fæli raunar í sér frekara fullveldi Íslands en núverandi staða lýðveldisins í EES-samstarfinu. Nú þurfa Íslendingar að taka upp um þrjá fjórðu hluta af efnisreglum ESB-réttar án þess að hafa nokkur formleg áhrif á ákvarðanatökuna. Með aðild getum við haft áhrif á allar slíkar reglur, og reynslan sýnir að smáar þjóðir hafa veruleg áhrif innan ESB þar sem þær kjósa að beita sér af fullum þrótti."

 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.9.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband