2.9.2010 | 00:22
Fleiri styðja aðildarviðræður við ESB
"Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18. - 25. ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%." segir í frétt á www.visir.is nú í kvöld.
Þessi frétt er afar ánægjuleg og alveg í takt við það sem ég hef haldið fram áður á þessari síðu sjá her
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
264 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að missa af punktinum í þessu, 45,5% eru á móti og það er afar ánægjulegt. Þú ert örugglega lýðræðissinnuð?
ingolfur (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 00:59
Þeir óákveðnu og þeir sem eru hlynnir áframhaldandi viðræðum eru samtals 54,5%. Ég sagði hvergi í færslunni að meiri hluti væri hlynntur viðræðum. Þetta sýnir bara að það er ekki meirihlutinn sem er andvígur viðræðum.
Það segir ekkert um hver niðurstaðan verður þegar samningar hafa verðið gerðir, kynntir og verða bornir undir þjóðina. Það er lýðræði að hafa val og því sýnist mér að lýðræðissinnum sé að fjölga í þessu máli sem er frábært.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.9.2010 kl. 01:36
Þeir sem eru andvígir og óákveðnir eru samtals 61,2%.
Þú veist það líka að sumir VG sinnar vilja klára þessar aðildar- og aðlögunarviðræður, þó þeir sömu hafi lýst sig andvígan ESB aðild með öllu.
Uppskera ykkar ESB sinna er léleg og þessi Brusse leiðangur er í andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 07:45
Já, það er bara eins spurning vegna þessarar könnunar:
Hvaða aðildarviðræður?
Í gögnum ESB varðandi inngöngu í sambandið þá er ekkert sem heitir aðildarviðræður. Þar er einungis að finna aðildarferli sem gengur út á að finna HVERNIG inngöngulandið ætlar að AÐLAGA sig sambandsreglum. Þetta heitir "Accession process".
Það eru því engar aðildarviðræður í gangi og hafa aldrei verið og munu aldrei verða. Aðeins aðlögunarferli.
Spurningin hefði átt að vera:
Styður þú áframhaldandi aðlögun íslenska stjórnkerfisins að reglum ESB áður en ákvörðun um aðild er tekin?
skussinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 08:18
Hvernig sem þið snúið út úr orðum mínum, þá er það staðreynd að þeim fjölgar jafnt og þétt sem eru hlynntir því að klára aðildarviðræðurnar og sjá samninginn. Ég er líka sannfærð um að með auknum upplýsingum um okkar möguleika í samningum við ESB sem ég tel allgóða, þá munu æ fleiri snúast á sveif með þeim valkosti að ganga í ESB.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.9.2010 kl. 15:50
Hvaða samning ertu að tala um? - Vinsamlegast studdu það með rökum.
skussinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:46
Skussi
Þú veist vel að ég er að tala um aðildarsamning Íslands við ESB. Veljir þú að snúa enn frekar út úr því sem ég hef skrifað hér, þá gerir þú það, en ég mun ekki svara þér frekar um þetta atriði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.9.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.