Kefjandi framtíðarhugsun

Stundum er hugsun of stór til að hinn almenni maður höndli hana, en þó er rétt að gera tilraun. Greinin hans Ármanns Jakobssonar Fátækt, sjálfbærni og hattræn hugsun  sem birtist á Smugunni, inniheldur mjög krefjandi langtíma hugsun og áleitnar spurningar um framtíðina og samtímann. Þær fjármála og náttúruhamfarir sem riðið hafa yfir heiminn nú undanfarin misseri, eru að mínu áliti skýr skilaboð um að nú VERÐUR að koma inn ný hugsun og ný forgangsröðun.

Auðsöfnun á einstaka staði í heiminum er andstæð tilvist okkar hér á þessari jörð. Að miðla okkar á milli er það sem er svo nauðsynlegt. Sum okkar hafa náð mjög góðum lífskjörum og búum við þau í dag. Miðlun þekkingar og upplýsinga er að mínu áliti albesta leiðin til að jafna lífskjör í heiminum, ásamt því að koma böndum á taumlausa auðsöfnum einstaklinga og fyrirtækja.
Bætt réttarstaða vinnuafls er mjög stórt mál og þannig má svo telja upp verkefnin sem framundan eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo innilega sammála þér en því miður virðist þetta almennt ekki viðhorfið í heiminum, flest lönd eru á fullu að reyna að koma "neyslunni" aftur í gang, til að skapa hagvöxt!  Persónulega held að ef við lærum ekki af þessu núna þá verður áfallið mun stærra og alvarlegra í framtíðinni, og það nokkuð náinni framtíð :-o  Við erum á krossgötum en því miður virðumst við almennt ekki gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að velja rétta leið núna...... bráðum verður sennilega ekki aftur snúið!

ASE (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:08

2 identicon

Hagvöxtur er mælitæki hvorki orsök né afleiðing ekki frekar en hitamælir. Ef ein þjóð asnast til að fjölga sér án þess að auka tekjur sínar verður minna til skiptanna. Eins og fjölskylda sem er svo lánsöm að bæta við einu barni án þess að þéna meira. Það er að segja hagvöxtur minnkar. Sem betur fer hefur okkar ástkæri leiðtogi Steingrímur Jóhann fundið lausn á þessu vandamál; Hann einfaldlega fækkar Okkur.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

ASG

Það er mín skoðun að við eigum ekki að fara til baka þar sem vel hefur gengið og vissan hagvöxt þurfi til. Við þurfum samt að endurmeta marga hluti og það erum við vissulega að gera þessa dagana. Gagnkvæm fræðsla milli heimshluta um menningu og siði er mjög mikilvæg og einnig að miðla þekkingu til þeirra sem hana skorti.

Mikið starf er vissulega unnið nú þegar, en betur má ef duga skal. Misskipting auðæfa heimsins er stórt vandamál. Þar er hægt að gera mikið með því einu að létta skuldum af fátækum ríkjum. Skattskjól þarf að uppræta, samræma reglur um fjármálastarfsemi og viðskiptasiðferði á heimsvísu. Mannréttindi verður að stórefla og fræða fólk miklu mun betur um mikilvægi þeirra fyrir okkur öll.

Ég hef mikla trú á því að breyting á gangi heimsmála fari fram á á forsendum og með atbeina kvenna um allan heim. Þar er ég að tala um að við konur komi meira að öllum ákvörðunum með körlunum og rödd okkar verði mun sterkari en nú er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.8.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

258 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband