11.8.2010 | 14:30
Ráðherravaldið - stór vandi frá 1904.
Einn íslenskur ráðherra tók við af dönskum landshöfðingja 1904, í stað tveggja eins og sumir vildu á þeim tíma. Þá skapaðist strax hefð fyrir því ráðherravaldi sem síðan var yfirfært á aðra ráðherra eftir því sem þeim fjölgaði. Hefur þessi hefð eða skipan haldist fram á þennan dag.
Stjórnalagaþingið sem ákveðið er að efna til n.k. vetur hefur það hlutverk að endurskoða/gera stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þar verður væntanlega tekið á þessum mikla vanda sem er að springa framan í okkur Íslendinga með ýmsu móti þessa dagana og hefur valdið okkur margskonar vanda undanfarin 106 ár.
Þetta ráðherravald hefur valdið hinni gríðarlegu klíkumyndunum sem við höfum verið að upplifa undanfarna áratugi og þjóðfélagið er gegnumsýkt af.
Það er ekkert skrítið að hver höndin sé upp á móti annarri, þegar landshöfðingjar í hverjum málaflokknum eftir annan láta ljós sitt skína hver um annan þveran.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er furðulegt að ráðherrar geta keppt svona við hvern annan.
Jóhanna og Steingrímur verða eða eiga eða verða að stöðva það strax.
Ég hef kynnst stjórnvaldinu hérna á Íslandi og í Þýskalandi. Í Þýskalandi er það betra að því leitinu til að það svarar strax og þá þínum spurningum.
Hér á Íslandi eru svörin alltaf loðin á meðan að í Þýskalandi eru þau "lokuð"!! Þá meina ég að ég fæ svör það en ekki hér!!
Ég set út á ráðuneytin en ekki ráðherrana.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 02:27
Sæll Stefán
Stjórnlagaþingið sem efnt verður til nú í vetur, mun taka á þessu með því að gera tillögur að breytingum á stjórnarskránni okkar. Ákvæðin í Stjórnarskránni sem gera þetta ráðherravald mögulegt eru frá 1874 og taka mið af Konungsvaldinu í Danmörk og landshöfðingjanum sem hér var á þeim tíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.8.2010 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.