Gylfi talaði um lán í erlendri mynt en svaraði ekki um gengistryggingu

Auðvitað reynir Gylfi að klóra í bakkann og teystir því um leið að almenningur sé ekki "of vel upplýstur" um þessi mál. En það vill bara svo vel til að það eru æ fleiri sem skilja þessa hluti. Hagsmunasamtök heimilanna með Marinó G Njálsson og fleiri í broddi fylkingar hafa líka unnið þrekvirki við að upplýsa okkur hin um lagaramma þessara lána og okkar rétt.

Hvað Gylfi Magnússon kemst upp með teygja þetta mál út og suður. Hann hefur líka sýnt það hvað eftir annað að hann stendur greinilega með fjármálastofnunum í þessu mál.

Ráðherra hlýtur að sitja i embætti til að þjóna hagsmunum ALLRA íbúa, fyrirtækja og stofnana í landinu, en ekki aðeins hluta þeirra.

Málið snýst ekki einungis um hóp bileigenda og annan hóp íbúðaeigenda, heldur um fjölda fyrirtækja og stofnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gylfi og Steingrímur eru fulltrúar AGS í Ríkisstjórninni. AGS lagði blessun sína yfir þessa afgreiðslu þegar nýju bankarnir voru endurreistir. Manstu ekki að það var alltaf talað um að ríkið þyrfti að leggja bönkunum til 100 milljarða í eiginfé, en svo þegar skilanefndirnar tóku við Glitni og Kaupþingi þá þurfti ekkert ríkisframlag.  Er ekki þarna komin skýring á mismuninum?  AGS vildi velta kostnaðinum yfir á skuldara með samþykki Gylfa og Steingríms

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.8.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum ekkert vera að draga AGS inn í þessa umræðu. Vera hans hér er eitt af því jákvæða sem gert hefur verið. Ef tekið hefði verið tillit til þessa lögfræðiálits við yfirtöku nýju bankanna á kröfum þeirra föllnu, væri mál skuldara með allt öðrum hætti í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband