7.8.2010 | 21:22
Ekki skylda Seðlabankans að upplýsa um lögfræðiálitin ??
Með fyllri virðingu fyrir Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra, þá er ekki sammála honum um þetta mál. Það hefði einmitt verið mjög nauðsynlegt og nánast skylda Bankans að kynna þessi tvö álit fyrir skilanefndum bankanna.
Seðlabanki hvers lands er ekki einhver skrifstofa út í bæ, heldur æðsta stofnun fjármálaviðskipta í hverju landi/svæði fyrir sig.
Hvers vegna er enn unnið með sama pukursmátanum og gert var fyrir Hrun. Okkur sem þjóð veitir ekki af allri þeirri samstöðu og öllum þeim heilindum sem möguleiki er á.
Getur það verið að Gylfi Magnússon ráðherra viðskipta hafi lagt svo fyrir Seðlabankann að þessum lögfræðiálitum yrði leynt.
En það er sitthvað að leyna þjóðina - almenning - eða leyna skilanefndir um verðgildi þeirra pappíra sem þar er höndlað með.
Eru þessi viðbrögð kannski vísbending um væntanlega lagasetningu um vaxtakjör ef dómur/dómar Hæstaréttar verða ekki "réttir"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Um bloggið
172 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.