Bönkunum tókst að bola Runólfi burt

Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.

Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.

Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.

Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.

Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Hólmfríður !

Þó; ekki höfum við borið gæfu til samþykkis, í ýmsum ágreinings mála, í samfélaginu, met ég samt mikils, einurð þína og drengskap, með þessum skrifum, Runólfi Ágústssyni til liðs, sem heiðurs.

Vart; hefi ég kynnst, grandvarara fólki, en foreldrum hans, austur í Selfoss kaupstað, svo það; eitt og sér, ætti að segja allt, sem segja þarf, um Runólf.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Óskar Helgi.

Takk fyrir tilskrifin. Ég þekki Runólf ekki persónulega á neinn hátt, en ég hef séð hvernig hann hefur drifið upp hvert verkefnið eftir annað og ég sá þarna kjörinn mann/einstakling til að tala máli þeirra sem orðið hafa undir peningaóreiðunni hér á landi.

Peningaöflunum tókst að hrekja hann frá því starfi og það finnst mér mjög miður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Mikið er ég sammala þér Hólmfríður.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 3.8.2010 kl. 23:01

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að heyra Rauða ljón - ekki mín vegna -  heldur vegna skulduga fólksins

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Já svo sannarlega.

Rauða Ljónið, 3.8.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband