Guðni við sama heygarðshornið

Þessi mýta um að fiskimiðin okkar verði orðin full af erlendum útgerðum innan skamms er lífsseig og ekki nema von þegar menn eins og Guðni Ágústsson (sem margir trúa að segi ávalt satt) kemur í fram í fjölmiðli og lætur út úr sér svona rugl.

Það er líka með ólíkindum að fólk trúi því að hver sem er geti fjárfest í útgerð við Ísland, þó við göngum í ESB. Nú sem stendur er verið að endurskoða fiskveiðistefnuna og meðhöndlun veiðiheimilda.

Lagarammi um eignarhald á auðlindum okkar er í undirbúningi og skýr vilji núverandi stjórnvalda að binda ákvæði um eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum í Stjórnarskrá.

Endurskoðun á Stjórnarskránni er líka í undirbúningi og með þá reynslu á bakinu sem Íslensk þjóð er með nú, verður búið svo um málin í samningum við ESB að okkar auðlindamál verði tryggð, þar á meðal fiskimiðin.

Að halda öðru fram er rakalaus þvættingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Er nú Guðni kominn á kopp hjá ykkur hinum yfirskilvitlegu ( allt veit eg best og betur en aðrir og,ég er miklu klárari en allir hinir. Hinir bara rugla og fara með þvælu) . Þegar EES samningurinn var í bígerð voru þínum líkir í stellingum eins og nú en þá alveg á móti enda ekki með spýtuna. Fyrst var það Jón Baldvin og drykklufélagi hanns Uffe Ellemann (sem voru þá að slá út Boris Jeltsyn í drykkjulátum á reglulegum ráðamannamótum). Þá skyldi ekki setja á að hausti heldur skera og flá í von um svipaðar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Grandvör Alþýðuflokkskona um áraraðir snérist og gekk í Framsóknarflokkinn. Hún skýrði haltasta hanann í hænsnabúrinu Uffe Ellermann. Hún snéri hann úr hálsliðnum og sleit í honum mænuna þegar hún hafði pínt hann að lyst. Sauð hann síðan í súpu og gaf svínunum. En það var þá og nú boðar þú betri tíma með gulli og grænum skógum. Bara að trúa loddaranum.Ganga í ESB og láta aðra bera okkar byrðar. Við höldum síðan áfram í brækjunni. "Lifðu heil í þínum þvættingi."

K.H.S., 31.7.2010 kl. 06:09

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar heiftin brýst fram með slíkum krafti eins og hjá þér Kári, er betra að horfa bara í hina áttina og leyfa reiðinni að flæða. Hver drakk með hverju og hvenær er liðin tíð sem ekki verður breytt.

Ég mun því halda mig við atburði dagsins í dag og mína/okkar framtíðarsýn. Ég vísa því að sjálfsögðu alfarið á bug að það sem verið er að gera nú um stundir til endurreisnar okkar hrunda samfélags, sé einhver þvættingur.

Hér er um vel ígrundaðar aðgerðir að ræða sem koma munu Íslandi og íslendingum aftur á flot í alþjóðasamfélaginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.7.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband