30.7.2010 | 01:31
ICESAVE - nýr flötur
Þarna er að koma nýr flötur á ICESAVE málinu og verði þetta niðurstaðan, er það auðvitað frábært fyrir Ísland.
Ég hef fram að þessu tekið fremur lítið mark á þeim álitum að okkur beri ekki að greiða þennan reikning. Ekki að ég sé svo áfjáð í að ausa út peningum, heldur fannst mér að álitsgjafarnir væru ekki með það sterka stöðu að þeir gætu gefið álit sem Bretar og Hollendingar tæku mark á.
Þarna kemur Framkvæmdastjórn ESB með sitt álit og segir að ríkisábyrgð væri ekki á innstæðum á Evrópska efnahagssvæðinu, ef tryggingasjóður viðkomandi ríkis hefði ekki bolmagn til að standa undir ábyrgðunum.
Mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með málinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 110669
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert nýtt. Það er ekki ríkisábyrgð á Icesave.
Í október 2008 ábyrgðist íslenska ríkið allar innistæður í íslenskum bönkum. En ekki allra. Ekki þeirra sem lögðu inn pening í útibúum íslenskra banka á EES svæðinu. Það er brot á EES samningnum. Það má ekki mismuna innan EES. Þess vegna vilja Bretar og Hollendingar fá peningana sína. Ég styð þá í því því íslensku bankarnir og eftirlitsstofnanir vissu þetta.
Það átti bara alls ekki að ábyrgjast innistæður íslenskra sparifjáreigenda;) Það voru mistökin.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.