Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku

Braskið er að byrja og ekkert verið að fela slíkt. Auðjöfrar telja sig og hafa ætíð talið sig vera í fullum rétt að versla með ALLT, hvort sem það er dautt eða lifandi. Mannslíf eru þar engin undantekning. Haft var eftir bandarískum námueigandi eftir  námuslys hjá hans fyrirtæki, þar sem allmargir námuverkamenn létu lífið (29 ef ég man rétt) að allt eftirlit og reglur væri til mikils trafala. Samviskan ekki að angra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hér erum við sammála!

Hluturinn sem Magma Keypti á 2,5 milljarða króna og greiddi með aflandskrónum kostaði það 17 milljónir USD.  Hluturinn hlýtur enn að vera metinn á 2,5 milljarða króna og er því metinn á 20,8 milljónir USD á núverandi gengi.

Þarna er kominn hagnaður í boði Seðlabankans og Gylfa Magnússonar upp á 3,8 milljónir USD.   Nú er einnig skynsamlegt af Magma Energy að selja enda búnið að ávaxta hlutinn um 22,3% á skömmum tíma.

Lúðvík Júlíusson, 29.7.2010 kl. 04:06

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

En finnst þér það í lagi?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 04:19

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Nei, ég er búinn að benda á ruglið í kringum þessar aflandskrónur nú í marga mánuði og búinn að benda á það hvernig gjaldeyrishöftin leyfa þeim ríku að verða ríkari á meðan við hin drögumst aftur úr.

Ég hef í raun ekki myndað mér skoðun því hverjir eiga að eiga auðlindirnar en lít á vatns- og rafmangsveitur sem grunnþjónustu sem á að vera í höndum sveitarfélaga eða hins opinbera.

Lúðvík Júlíusson, 29.7.2010 kl. 05:04

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er því ekki nægilega vel inn í gjaldeyrismálunumtil að geta rætt þau af neinu viti. Auðlindirnar eiga að vera í eigu samfélagsins svo arður af þeim renni í okkar sameiginlega sjóð. Leiga fyrir veiðiheimildir, arður af vatnsafli, gufuafli og jarðvarma. Sala á neysluvatni þarf líka að skila arði til samfélagsins og það verður að gera þær lagabreytingar sem til þarf

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband