ESB er engin "töfralausn" - samt eina færa leiðin

Auðvitað er ESB aðildin engin "töfralausn" fyrir okkur Íslendinga, enda fremur lítið um slíkt í okkar hversdagslega lífi. Ég tel hins vegar að það sé okkar skásti kostur í slæmri stöðu að ganga til liðs við nágrannaþjóðir okkar og freista þess með þeim að viðhalda mannsæmandi lífskjörum í okkar heimshluta.

Það fyrsta sem frumkvöðlar okkar um aldamótin 1900 áttuðu sig á var að okkur væri nauðsynlegt að hafa góð samskipti og góðar samgöngur við önnur lönd. "Óskabarn þjóðarinnar" - Eimskipafélag Íslands var stofnað með framlögum fátækra þegna þessa lands.

Hlutabréfin í Eimskip voru heilagir pappírar og engum óbreyttum datt í hug að "braska" með þau. Þetta var lífæðin og það vissi fólkið. Flugið kom seinna og það breytti líka miklu ásamt svo fjölda mörgu öðru.

Þær kynslóðir sem byggðu upp okkar þjóðfélag, eiga það inni hjá okkur sem nú lífum að við skilum arfleiðinni til komandi kynslóða sem hluta að okkar heimshluta, en ekki sem hnignandi fátæktar samfélagi sem brugðist hefur börnum sínum. Brugðist hefur vegna græðgi og óstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Þær kynslóðir sem byggðu upp okkar þjóðfélag, eiga það inni hjá okkur sem nú lífum að við skilum arfleiðinni til komandi kynslóða sem hluta að okkar heimshluta, en ekki sem hnignandi fátæktar samfélagi sem brugðist hefur börnum sínum. Brugðist hefur vegna græðgi og óstjórnar.

Hólmfríður, að við skilum arfleiðinni til komandi kynslóða sem hluta að okkar heimshluta?? 

Er ekki viss um að ég nái þessu. Eiga gengnar kynslóðir það inni hjá þeim sem nú lifa, að þeir(núlifandi) skili arfleið þjóðfélags sem forfeður þeirra byggðu upp(hvaða og hverskonar þjóðfélag byggðu þeir upp?)sem hluta eða púsli í mynd sem þjóðir í okkar heimshluta eru að móta? Hver er okkar heimshluti, eru það ríkin í suðaustri frá Írlandi að Íran eða Norður-Atlandshaf, Noregur, Grænland, Rússland og jafnvel Kanada?

Hvaða fátæktar samfélag er að byggjast hér upp sem bregðast mun börnum sínum? Þrátt fyrir að glæpalýður undir vermd spilltra stjórnvalda hafi farið illa með okkur, þá býr Ísland og þjóin sem það byggir, yfir auðlindum sem öll þjóðríki jarðar öfunda okkur af. Nær ótæmandi magni af drykkjarvatni, heitavatnið,mikilli vatnsorku, gríðarlega stórt og gjöfult hafsvæði, góð menntun sem er að skila sér í sívaxandi tekjum í t.d. hátækniiðnaði og hugbúnaðargerð.

Það sem þarf að passa er að gæðunum verði ekki nappað af okkur. Stjórnendur  Þúsundára-ríkisins munu ekki einu sinni nenna að hlæja þegar útnára hreppur með 0,00..e-h% íbúa heimtar að íbúar hans sitji einir að þeim gríðarlegu auðæfum sem þar felast.

Dingli, 29.7.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þú með þessu sífela juði reynir þolimóð á launum hjá ESB að rakka okkur niður í þeirri von að við afhendum frelsi þjóðarinar til fjölþjóðasamtaka. Þú átt að skammast þýn. Og það truflar þig ekki nokurn skapaðan hlut að stór meirihluti þjóðarinnar er alveg ósammála þér. Ég byð þig að halda áfram fyrir alla muni vegna þess að juð þitt og blaður um vin þinn Össur hefur þver öfug áhrif Þú frelsar engan af frelsis þrá,frekar fælir þú frá úr þýnu liði. 

Snorri Hansson, 29.7.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir ágætu viðmælendur

Þið eruð greinilega ekki sammála mér og við því er svo sem ekkert að gera.

Dingli. Víst eigum við auðlindir og þær hafa verið hér til staðar frá því land byggðist. Það er samt ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að við förum að nýta þær. Þjóðir heims öfunda okkur af auðlindunum og það svo að nú eru auðjöfrar að ásælast þær, þar sem við erum í þeirri stöðu að hafa ekki sem stendur bolmagn til að nýta þær enn frekar (jarðgufu og fallvötn). Veiðiheimildirnar okkar geta svo vel glatast til erlendra kröfuhafa ef illa tekst til.

Til að við verðum aftur gjaldgeng á erlendum lánamörkuðum á viðráðanlegum kjörum, þurfum við að komast í tengsl við sterkt bakland. Það tel ég að við munum finna í Selabanka Evrópu (ESB). Þá verður krónuræfillinn okkar vonandi tengd við evruna með ákveðnum vikmörkum. Það mun svo hægja á því sveiflukerfi sem hér hefur ríkt  undanfarna áratugi og orsakað gríðarlegar eignatilfærslur.

Vissulega þarf að passa að auðlindunum verði ekki nappað af okkur. Ekki óttast ég ESB í þeim efnum, enda eru aðildarríkin öll með sínar auðlindir. Það eru auðjöfrarum allan heim sem vilja einkavæða auðlindir hvar sem þær eru og raka til sín fé. Hvað varðar fiskimiðin okkar þá vitum við það vel að okkar (djúpsjávar) fiskistofnar eru að mestu staðbundnir við Ísland og falla því ekki undir skilgreiningu sameiginlega fiskistofna ESB. Uppsjávarstofnarnir eru nú þegar veiddir samkvæmt samningum við nágrannaþjóðir eins og Noreg og þar verður áfram samið, en nú með bakstuðningi frá Brussel.

Snorri Hansson.

Í fyrsta lagi er ég ekki á neinum launum, hvorki frá ESB eða öðrum við mín skrif. Ég er ekki með neinum hætti að rakka einn eða neinn niður og svo stórefast ég um að þær tölur um andstæðinga ESB sem þú ert að vitna í séu réttar.

Ég mun að sjálfsögðu halda áfram málefnalegum skrifum um ESB og okkar möguleika þar inni. Mun leggja mig alla fram um hvers konar kynningu á réttum upplýsingum þar um.

Svo eitt að lokum. Áður en þú vistar næstu færslu, vinsamlegast ýttu á Púki sem er í stikunni fyrir ofan færslu gluggann, þá koma fram þau orð sem ekki eru rétt stafsett. Síðan dregur þú músina yfir orðin sem eru undirstrikuð með rauðu og getur þar valið rétta stafsetningu með því að smella á það orð. Það auðveldar mjög að lesa þin skrif ef stafsetningin er í lagi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 02:18

4 Smámynd: Dingli

Svo margt hefur verið sagt og skrifað um Evropusambandið að ég nenni ekki í þann endurtekningaleik. Mín skoðun á þessu öllu saman er sú að ef við göngum e-h tíman í ESB, þá gerum við það með Noregi og jafnvel Rússum. Að fara þarna inn núna með hörmulega samningsstöðu finnst mér fráleitt.

Við þurfum og eigum ekki að taka frekari lán til stóriðju. Lánadrottnar Landsvirkjunar eiga lítið minna í Kárahnjúkavirkjun en Magma í HS. Ég er líka þeirrar skoðunar að eigin gjaldmiðill sé til góðs, svo framarlega sem siðblindur braskaralýður fái ekki í skjóli pólitískra vina og/eða mútuþega sinna, frítt spil við að sölsa undir sig og sína öll þau verðmæti sem hér skapast.

Fyrst og fremst þarf að auka hér virðisaukann. Samningur við Kína um stóra bílaverksmiðju eða annað sem framleiddi fullunna vöru úr áli, skilaði margföldum hagnaði á við fleiri álver, jafnvel þó margir starfsmenn slíkrar framleiðslu yrðu Kínverskir!

Dingli, 29.7.2010 kl. 03:23

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Blekkingaleikurinn um okkar eigingjaldmiðil er með ólíkindum. Krónuskatturinn okkar - verðtryggingin er stór baggi á þjóðinni og hefur verið síðan skömmu eftir 1980. Nú er svo komið að flestum er nóg um. Dómar Hæstaréttar vegna gengistryggðu lánanna hafa sýnt þjóðinni aðeins á þau spil sem gætu verið á hendi ef við hefðum gengið þarna inn í kjörfar EES samningsins 1994. 

Við munum ganga inn í ESB nú í kjölfar aðildarviðræðna og það er líka okkur besti og raunar eini kostur í stöðunni. Um þetta er ég sannfærð og það eru margir fleiri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 04:17

6 Smámynd: Dingli

Krónuskatturinn okkar - verðtryggingin er stór baggi á þjóðinni og hefur verið síðan skömmu eftir 1980. Nú er svo komið að flestum er nóg um.

Rétt eins langt og það nær, en af hverju hendum við þá ekki af okkur þessum þunga bagga, og afnemum verðtrygginguna? Þó gengið verði í ESB eftir 3-4ár tökum við ekki upp Evru fyrr en eftir dúk og disk, 10, 12, 15, 20ár- hver veit hvenær við uppfyllum skilyrði þess. Ef við fáum að taka upp evru við inngöngu verður það svo dýru verði keypt, að aðild verður felld með svipuðum tölum og Icesave.

Draumur þinn um að lifa í baðmull hjá pabba og mömmu í Brussel, eru órar sem þjóðir S-Evrópu vöknuðu hastarlega upp af fyrir stuttu..

Dingli, 29.7.2010 kl. 05:19

7 identicon

Dingli:  Það er erfitt að ræða um ESB á þessum nótum. 

Það verður ekkert tekið frá mér ef Ísland gengur í ESB.  Ekki á ég vatn, fisk eða olíu.  Það munu einhverjir aðrir en ég fá tekjurnar af þessum auðlindum.

Að hugsa um eina verksmiðju sem framtíðarlausn eru draumórar.  Hvar á verksmiðjan að vera?  Á miðju landinu?  Eða hvað á sá landshluti að gera þegar bílaverksmiðjan er ekki lengur áhugaverð fyrir Kínverja?  Nýtt Detroit?  Veistu hvernig Detroit er í dag?  Ansi áhugaverð framtíðarsýn.

Þegar lönd eins og Grikkland, Ítalía og Spánn tóku upp evru, þá lækkuðu mánaðarlegar afborganir af ríkisskuldum þessara landa því vextir af lánum þessara landa lækkuðu.  Í staðinn fyrir að greiða niður skuldir, þá voru tekin ný lán og peningum dælt í hagkerfið í formi hærra launa ríkisstarfsmanna og í betri þjónustu við íbúa ríkjanna.  Grikkland hefði lent í sömu vandræðum án evru, því enginn hefði viljað kaupa ríkisskuldabréf gefin út í dröchmum alveg jafn mikið og menn vildu ekki lána þeim áður en að Grikkland gekk í evrusamstarfið.  Þetta er líkt og gerðist hér á Íslandi.  Greiðslugeta Íslendinga jókst á síðustu árum.  Í staðinn fyrir að greiða niður skuldir, þá voru ný lán tekin því greiðslugeta þeirra jókst.  Þetta er nú ekki flókið og hefur ekkert með ESB að gera heldur eitthvað með ábyrga hagstjórn þjóðríkja.  Hér var það aðeins öðruvísi því ríkið tók ekki lán heldur veitti einstaklingum og fyrirtækjum möguleikann á því að taka lán.

Nú er ég frekar skuldlítill.  Sem betur fer.  Á ég að kaupa ríkisskuldabréf og njóta vaxta og rólegs lífs eða á ég að kaupa 10 milljón króna bíl og 50 milljón króna einbýlishús og rembast við að greiða vexti og afborganir það sem ég á eftir ólifað?  Þetta er spurning um ábyrgð!!!!!

ESB hefur veitt okkur margt í gegnum EES samninginn.  Það er eins og flestir hafi gleymt því.  Neytendavernd t.d. eins og minnst var á þegar dómur féll í Hæstarétti í gengistryggingarmálunum svo kölluðum.

Ungt fólk hefur hagnast á EES samningnum.  Það er auðveldara að sækja nám innan ESB, það þarf ekki landvistarleyfi eða starfsleyfi.  Það er hægt að stofna fyrirtæki alveg eins og aðrir íbúar annars ESB ríkis.  Það þarf ekki ferðatryggingu á EES svæðinu.  Ef þú veikist, þá nýturðu heilbrigðiskerfis þess ríkis alveg eins og aðrir íbúar þess ríkis.  Þú þarft aðeins sjúkrakort frá TR.  Ég hef lent á sjúkrahúsi erlendis og það gekk allt eins og í sögu.

Evra er ekki kraftaverkatæki eins og margir halda fram.  En evra er gott tæki til þess að koma á stöðugleika á fjármál einstaklinga svo og á fjármáuml ríkisins.  Verðlag mun ekki lækka, en það mun verða stöðugra því með sama gjaldmiðli verða sveiflur á verði innfluttra matvara að engu svo fremi þær séu fluttar inn frá ESB.  

Við verðum að sjá ESB í réttu ljósi en ekki út frá því að það sé vondi kallinn úti í heimi sem vilja taka allt frá okkur.  Það er allt ekki rétt og svo sérstök erum við ekki!!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 07:28

8 Smámynd: Dingli

Stefán, ég veit að það er erfitt að ræða ESB á nótum sem eru vart annað en hlaupanótur. Þú átt ekki fisk, en þú nýtur góðs af þeim tekjum sem fiskveiðar gefa, olíuauðlindir eru ekki fyrir hendi á Íslandi eins og er, en meðan heita og kaldavatnið eru ekki seld eða gefin átt þú þar hlut í miklum auðlindum.

Hvort úr verði olíuævintýr út við miðlínu er óvíst, en Ísland hefur margra kosta völ við framleiðslu á innlendu eldsneyti fyrir allar gerðir véla. Metan, metanol, vetni, eter og fleiri kostir eru í stöðunni.

Þetta með Kínverjana er auðvitað bara dæmi, en við þurfum nauðsynlega að auka verðmætasköpunina per. mann. Einar Björn, hefur verið óþreytandi við að benda á þetta og að án þessa sé tómt mál að tala um gjaldmiðil með sama fasta og er í Þýskalandi eða  hjá þeim þjóðum öðrum sem flytja út fullunnar iðnaðar og hátæknivörur. Hvert starf í álveri kostar á annað hundrað milljónir! Hvenær verður verkamaður þar búin að skila þeim kostnaði til samfélagsins  ásamt  nauðsynlegum arði. Þýskur verkamaður sem skrúfar sama lækningatæki sem selt er fyrir gommu, borgar sig upp á viku.

Þessi mynd er ýkt, en í grunninn rétt. Með því að fullvinna sem mest af fisknum í dýrar neytenda pakkningar, smíða sem verðmætastar vörur úr álinu og koma af stað sem mest við megum, iðnaði sem skapar mikil vermæti per. haus, er smá sjens á að vinda ofanaf þeirri vitfirringu sem álbræðsluæðið var, OG ER! Össur, CCP, Marel eru fyrirtæki sem allir þekkja og skila miklum gjaldeyristekjum með fullunnum vörum. 

Hagstjórnarmistök á Spáni eða annarstaðar bæta ekki úr skák, en flest ríki Evrópu ráða ekki við sama gengi gjaldmiðils og "hátækniríkin". Ísland sem fær nær allar sínar gjaldeyristekjur af fiskveiðum og álbræðslu verður skelfilega sett ef ekki verður hægt að sveiflujafna. Á skömmum tíma sveiflaðist t.d. álverð á milli 1200$ og 3000$. Þorskurinn er skrítin skepna og ekki á vísan að róa þar né heldur tilkostnaðinn við veiðarnar.

Eigin gjaldmiðill hefur ókosti, en Evran dræpi okkur á tuttugu árum eða svo. Um aðra ókosti ESB aðildar rífst ég kannski við ykkur seinna!

Dingli, 29.7.2010 kl. 09:44

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stefán

Takk fyrir gott innlegg

Dingli

Þú hefur verið mataður á gömlum hræðsluáróðri og draumórum i bland. Það er leitt til þess að vita, hve mikið er að röngum og villandi upplýsingum í gangi um ESB og aðildina að því.

En það mun verða breyting þar á innan tíðar, þegar markvissar fréttir af gangi samningaviðræðna fara af stað, ásamt vel skipulagðri kynningu á möguleikum okkar.

Þá fer væntanlega að hækka brúnin á þér og þínum skoðanasystkinum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 10:35

10 identicon

Við ættum að loka á öllu sem kemur erlendisfrá í 50 ár.   Kalla alla Íslendinga heim frá útlöndum.  Ef menn eru ekki komnir heim fyrir áramótin, þá missa þau einfaldlega Íslenska ríkisborgararéttin sín.  Enda með því að skila sér ekki heim, þá vilja menn ekki vera Íslendinga.  Þau sem ekki vilja vera hér, skulu koma sér út fyrir árámótin næst komandi.  Við skulum þá hefja 2011 með því að loka landið í hálfa öld.  Þannig náum við að hlúa að okkar menningu og land, og þannig tryggja sjálfstæði Íslands næstu þúsund árin.

Áfram Ísland !  Ísland er ekki eyja, það er heimsálfa !

Davíð (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 11:38

11 Smámynd: Dingli

Hef ekki verið mataður á neinu. Ég hef hinsvegar fylgst með þessari ESB-umræðu síðan hún hófst fyrir ca.30árum. Eftir meir en 25ára umhugsun og gríðalegt magn upplýsinga sem síast höfðu inn tók ég loks þá fastmótuðu afstöðu að vera á móti aðild, nema Norðmenn gengu í sambandið þá yrðum við að gera það líka.

Dingli, 29.7.2010 kl. 11:38

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Dingli

Þú munt væntanlega skoða samninginn og þær upplýsingar sem honum fylgja með opnum huga og taka svo endanlega ákvörðun þegar þar að kemur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2010 kl. 16:39

13 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Frá því Ísland sótti um að ganga í ESB hef ég verið að reyna að lesa mér til um hvað hugsanleg aðild myndi færa þjóðinni.   Því meira sem ég les um þetta hallast ég að aðild og þannig virðist vera með fleiri sem ég þekki.  Stundum ræði ég þetta við fólk sem er alveg andvígt aðild og þá kemur oft í ljós hversu mikill hiti virðist vera í þessu stóra máli og hversu hræðsluáróður virkar vel.  Svo er það blessuð þjóðerniskendin sem svo oft er holl og góð í hóflegu magni, en birtist í þessu máli í ótrúlegum og stundum miður fallegum myndum; t.d. er alið á því að útlendingar muni "traðka" á okkur og "arðræna"  þótt það sé deginum ljósara að það voru fyrst og fremst Íslendingar sjálfir sem gerðu það barna rétt nýlega og settu landið á kaldan klaka.

En haltu endilega áfram skrifum þínum Hólmfríður - það skapar alltaf grundvöll til skoðanaskipta, sem er gott í stórum málum sem þessum.

Eyjólfur Sturlaugsson, 29.7.2010 kl. 21:09

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Eyjólfur

Það er gott að fá hér inn komment á málefnalegum grunni, þau flæða ekki um netið þessa dagana. Ég hef mikla trú á löndum mínum og er nokkuð sannfærðum að með auknum upplýsingum muni þorri fólks skoða málin með jákvæðu hugarfari og sá hina raunverulegu valkosti.

Þakkir fyrir hvatninguna - ég held áfram að skrifa.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 110657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband