28.7.2010 | 15:49
"Húsbændur og hjú" - "hugleiðing"
Ég hef ekki beint mínum sjónum svo mjög að útrásarvíkingunum svokölluðu, enda litið á þá sem einskonar burðardýr í þessu máli öllu með Hrunið hjá okkur. Hrunið á sér að mínu álit djúpar rætur í litla þjóðfélaginu okkar
Það fólk sem snemma á síðustu öld hófst handa við að byggja hér upp samfélagið, hafði nánast allt alist upp í mjög einangruðu samfélagi sjálfsþurftarbúskapar til sveita. Þetta fólk hafið margt liðið mjög mikinn skort á síðustu áratugum 19. aldar.
Þjóðin var þá um 70 þúsund (1880) og öll kot setin. Fólk komið á vergang og Ameríkuferðirnar í algleymingi. Þegar svo er farið að byggja upp út um landið, verða Kaupfélögin til og þá fannst örugglega mörgum að nú væri þjóðin að komast á beinu brautina.
Síðan er farið að fikra sig inn á aðrar brautir í atvinnumálum. Eins og víðar í veröldinni var hér rík hefðin um Húsbændur og hjú. Launagreiðslur voru í skötulíki og hörð kjarabarátta hefur einkenndi okkar samfélag langt fram á okkar daga.
Stórbændahugsunin var ríkjandi meðal allra þátta atvinnulífsins og það þótti bara sjálfsagt að skipta kökunni milli nokkurra stórbænda.
Klíkumyndanir hafa komist á mjög snemma og þótt við hæfi eins og það var kallað. Klíkusamfélagið át sig að innan og að lokum út á gaddinn. Hverjir eru með skuldirnar á bakinu, það er fólkið í landinu. Við erum að mörgu leiti aftur í þeim sporum sem við vorum í um 1880. Öll kot setin og margir komnir á vergang. Nú er það ekki vegna lélegrar grassprettu eða kulda, heldur vegna fjárhagslegra skógarelda sem víða skilja eftir sig sviðna jörð.
Þetta er auðvitað ekki fræðileg úttekt, heldur hugleiðinga hálfsjötugrar konu sem hóf lífið í fastmótuðu bændasamfélagi aldanna, meira að segja í torfbæ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 110657
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður,
Góð hugleiðing. Sagan endurtekur sig en ekki alltaf á þann veg sem maður býst við.
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.7.2010 kl. 16:48
Flottur pistill hjá þér og hverju orði sannari.
Níels A. Ársælsson., 28.7.2010 kl. 17:03
Takk piltar mínir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.7.2010 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.